Leyfisveitingar í desember 2007

Í desembermánuði voru gefin út 11 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í desembermánuði voru gefin út 11 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2007/839 - Rafn Benediktsson hjá Læknasetrinu, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn til að bera saman lyfið pioglitazón við lyfið sitagliptín og samsetta lyfið sitagliptín/metaformín í sjúklingum með sykursýki af tegund 2“.

2007/662 - Þórarinn Gíslason, lungnalæknir, fékk heimild til flutnings persónuupplýsinga, n.t.t. lífsýna, úr landi sem safnað var vegna vísindarannsóknarinnar „Arfgengi og erfðaþættir kæfisvefns“.

2007/768 - Hrefna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum og nýrnalækningum hjá Íslenskum lyfjarannsóknum ehf., Árni Kristinsson, yfirlæknir, Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir, heilsugæslulæknir og Íslenskrar erfðagreining ehf., fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samanburðarrannsókn við lyfleysu til að meta lyfjahvörf rannsóknarlyfsins DG-041 og áhrif á storknunarferli (með mælingu pVASP), þegar DG-041 er gefið eitt og sér, samhliða klópídógrel og asetýlsalisýlsýru“.

2007/759 - Björn Guðbjörnsson, læknir á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Norræn rannsókn á sóraliðlöskun“.

2007/845 - Tómas Guðbjartsson, sérfræðingur og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands, og Þórarinn Arnórsson, sérfræðingur í hjarta- og lungnaskurðlækningum á LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur míturlokuskiptaaðgerða á Íslandi 1985-2006“.

2007/824 - Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna og gæðastjóra lækninga við Barnaspítala Hringsins, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl blóðþrýstings á barnsaldri við hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni“.

2006/730 – Hildur Thors, læknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Langtímaárangur eins árs offitumeðferðar á Heilsustofnun NLFÍ: Tveggja ára eftirfylgd“.

2007/793 – Helga Gottfreðsdóttir, lektor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands,  fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif nálastungumeðferðar sem veitt er eftir 41 viku (+/- 2 dagar) í eðlilegri meðgöngu á sjálfkrafa byrjun fæðingarhríða og þroskun legháls. Forprófun“.

2007/842 - Davíð O. Arnar, læknir á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Umfang og árangur endulífgunartilrauna á LSH 2006 og 2007“.

2007/811 – Landspítali - barnasvið og Sveinn Kjartansson, sérfræðilæknir á Vökudeild Barnaspítala Hringsins, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Blóðhlutanotkun á Vökudeild Barnaspítala Hringsins 2002-2006“.

2007/859 - Sigrún Vala Björnsdóttir, lektor og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur nýrrar meðferðar við langvinnum stoðkerfisverkjum á Íslandi“.

Auk þess tók nýtt starfsleyfi Lánstrausts hf. til þess að safna og skrá upplýsingar um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga gildi. Starfsleyfið gildir til 1. nóvember árið 2008.

 




Var efnið hjálplegt? Nei