Leyfisveitingar í nóvember 2007

Í nóvembermánuði voru gefin út 9 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í nóvembermánuði voru gefin út 9 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2007/729 - Elfa Björk Hermannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Reynsla fyrirburamæðra af brjóstagjöf: Áhersla á fræðsluþarfir“.

2007/767 - Elías Ólafsson, prófessor, Arna Einarsdóttir, deildarlæknir, Jón Hrafnkelsson, yfirlæknir, Aron Björnsson, yfirlæknir og Ólafur Kjartansson, yfirlæknir, fengu um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Bráður þrýstingur mænu á Íslandi 1998-2007“.

2005/464 - Hulda Hákonardóttir hjá Háskólanum í Reykjavík, fékk framlengt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Almannatryggingar: Hlutverk þeirra og samspil við önnur bótaúrræði“.

2007/735 - Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár, fékk viðbótarleyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Eftirfylgni kvenna sem tóku þátt í Future II rannsókn MSD, Landlæknis og Leitarstöðvar á bóluefninu Gardasil: Langtímavirkni, ónæmissvörun og öryggi“.

2007/654 - Ásgerður Sverrisdóttir, sérfræðilæknir á Landspítalanum, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám, til aðgangs að krabbameinsskrá, til aðgangs að dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands og til samkeyrslu skráa með viðkvæmum upplýsingum vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Eftirfylgni kvenna sem fengið hafa geislameðferð við brjóstakrabbameini“.

2007/793 - Helga Gottfreðsdóttir lektor og ljósmóðir á Miðstöð Mæðraverndar, Þóra Jenní Gunnarsdóttir lektor og Stefanía Guðmundsdóttir nemi í ljósmóðurfræði, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegan rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif nálastungumeðferðar á grindarverki á meðgöngu: þróun meðferðar og forprófun mælitækis“. 

2005/367 – Þórarinn Gíslason, yfirlæknir og professor, fékk viðbótarleyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl svitnunar, hitastigsstjórnunar og vanstarfsemi æðaþels hjá kæfisvefnssjúklingum“.

2007/802 – Birkir Örn Hlynsson, læknanemi, Ívar Gunnarsson, svæfinga og gjörgæslulæknir á Landspítala og Þráinn Rósmundsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif aprotinis á blæðingar við aðgerðir vegna craniosynostosis“.

2007/732 - Þórður Þorkelsson, barnalæknir, Atli Dagbjartsson, yfirlæknir og dósent, Ásgeir Haraldsson, barnalæknir og prófessor, og Hildur Harðardóttir, sviðsstjóri Kvennadeildar LSH og lektor, fengu leyfi til aðgangs að mæðraskrá í tengslum við rannsókn sem ber heitið „Áhrif eðlilegrar fæðingar á súrefnisflutning til fósturs“.

 




Var efnið hjálplegt? Nei