Nýtt starfsleyfi fyrir Lánstraust hf.

Þann 20. desember 2007 gaf Persónuvernd Lánstrausti hf. nýtt leyfi til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni einstaklinga.

Þann 20. desember 2007 gaf Persónuvernd Lánstrausti hf. nýtt leyfi til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þar er m.a. að finna nýmæli að því er varðar miðlun upplýsinga gegnum heimabanka. Eldri leyfi gerðu ráð fyrir að í gegnum heimabanka mætti aðeins miðla upplýsingum sem sóttar hefðu verið í opinberar skrár. Nú má hins vegar einnig miðla upplýsingum sem safnað hefur verið frá aðilum sem gert hafa sérstaka samninga við Lánstraust um áskrift að slíkum upplýsingum. Leyfið er bundið því skilyrði að sá sem flettir upplýsingunum upp verði að greiða fyrir og gefa upp í hvaða tilgangi hann gerir það. Skulu allar uppflettingar vera rekjanlegar. Með hinu nýja leyfi var lágmarksviðmiðunarfjárhæð vanskila einnig hækkuð í kr. 40.000,-

Hér er leyfið birt í heild.




Var efnið hjálplegt? Nei