Leyfisveitingar í marsmánuði 2007

Í marsmánuði 2007 voru gefin út 18 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

05Í marsmánuði 2007 voru gefin út 18 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2006/732 - Þorvaldur Jónsson, sérfræðingur í skurðlækningum á LSH, fékk heimild  til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar á gildi EFST rannsókna við staðsetningu á ofvirkum kalkkirtilsvef.

2007/7 - Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild LSH og Kristinn Johnsen, framkvæmdastjóri Mentis Cura, fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Construction of an EEG database."

2007/188 -  Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður grunnrannsókna og nýsköpunar í Blóðbanka LSH, Sveinn Guðmundsson yfirlæknir á LSH og Ólafur Einarsson lýtalæknir og sérfræðingur á LSH fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga sem tengist framkvæmd vísindarannsóknar þar sem unnið er með erfðaefni vegna rannsóknarinnar  „Einangrun á stromal stofnfrumum úr fituvef fengnum úr fitusogsaðgerðum."

2007/17 - Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár, fékk heimild til samkeyrslu skráa er hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar vegna rannsóknarinnar „GARDASIL Vaccine Impact in Population (VIP study) – Áhrif hins nýja bóluefnis Gardasil á HPV tengdar sýkingar."

2007/168 - Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Hemólýtískir streptókokkar af flokki B (GBS): Sjúkdómsmynd í börnum, meinvirkni og faraldsfræði".

2007/167 - Þráinn Rósmundsson, yfirlæknir barnaskurðlækninga, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar á botnlangabólgu hjá börnum.

2007/169 - Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Osteomyelitis og osteoarthritis hjá börnum á árunum 1995 - 2005".

2007/195 - Kristín Björnsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber heitið: „Sjálfsskilningur, samskiptavenjur og sérfræðiþekking á lystarstoli: Orðræðugreining".

2007/217 - Gísli E. Haraldsson, deildarlæknir á slysa- og bráðasviði LSH, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar: „Árangur af endurlífgunum utan spítala á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2004-2006".

2007/266 - Nick Cariglia, yfirlæknir á FSA, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Holsjár af gallgöngum og brispípu (ERCP) FSA 1984 – 2006".

2007/222 - Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir á lungna- og berklavarnardeild Heilsugæslu höfuðborgasvæðisins, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Meðferð lungaberkla á Íslandi 1940–1969 með sérstöku tilliti til hælismeðferðar og skurðaðgerðar".

2007/268 - Hjartavernd fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu persónuupplýsinga sem tengist framkvæmd vísindarannsóknar þar sem unnið er með erfðaefni vegna 2. áfanga Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar.

2007/237 - Þórarinn Guðnason, hjartalæknir á LSH, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Áhættuþættir, meðferðarárangur, fylgikvillar og horfur sjúklinga með hjarta- og æðasjúkdóma sem gangast undir hjartaþræðingu eða kransæðavíkkun á Landspítala".

2007/185 - Halldór Kolbeinsson, yfirlæknir á geðsviði LSH að Kleppi, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma og efnaskiptavillu hjá geðklofasjúklingum í eftirfylgd á legu- og göngudeild geðsviðs LSH að Kleppi".

2007/253 - María K. Jónsdóttir, sálfræðings á sálfræðiþjónustu LSH, endurhæfingarsviði, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Gagnsemi klukkuprófa í greiningu heilabilunar".

2007/171 - Ingibjörg Hjaltadóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á öldrunarsviði LSH, Ingalill Rahm Hallberg aðalleiðbeinandi og prófessor við heilbrigðisdeild háskólans í Lundi og dr. Anna Ekwall Kristensson aðstoðarleiðbeinandi og rannsakandi við sama háskóla, fengu heimild til aðgangs að gögnum í RAI-mats gagnagrunninum vegna rannsóknarinnar „Þróun á heilsufari, færni og lifun íbúa á hjúkrunarheimilum".

2007/184 - Jón Jóhannesar Jónsson, dósent og yfirlæknir, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu persónuupplýsinga sem tengist framkvæmd vísindarannsóknar þar sem unnið er með erfðaefni vegna rannsóknarinnar „Breytingar í fjölda erfðaefnisraða í erfðamengi mannsins greindar með örsýnaraðsöfnum".

2007/85 - Jón Jóhannes Jónsson, dósent og yfirlæknir, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Medium-chain acyl-CoA dehydrogenase (MCAD) skortur á Íslandi".




Var efnið hjálplegt? Nei