Leyfisveitingar í febrúar 2007

Í febrúarmánuði 2007 voru gefin út 15 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

11Í febrúarmánuði 2007 voru gefin út 15 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2007/37 - Bjarni A. Agnarsson, læknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Orsakir eitlastækkana á Íslandi".

2007/24 - Hjartavernd fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir þar sem unnið er með erfðaefni vegnarannsóknarinnar „Erfðamarkagreining í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar"

2007/85 - Pétur Lúðvígsson, barnalæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem fjallar um skort á MCAD í börnum á Íslandi.

2007/92 - Þórður Þórkelsson, barnalæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Opin fósturæð í fyrirburum".

2007/104 - Rafn Benediktsson, sérfræðilæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Æxli í heiladingli á Íslandi: faraldsfræði í 50 ár"

2007/45 - Guðjón Birgisson, Margrét Oddsdóttir, Bergþór Björnsson, og Vilhelmína Haraldsdóttir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Valmiltistökur á LSH 1994 - 2005, langtíma eftirfylgd."

2006/693 - Kolbrún Benediktsdóttir og Laufey Kristín Valdimarsdóttir fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar ,,Er hagkvæmt að nota nýja myndröð til þess að sjá betur heila- og mænusiggs (MS) breytingar í mænu betur?".

2006/703 - Kristbjörn Reynisson, læknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar ,,Samanburður á vökva við hliðarlegu rannsókn af lungum og tölvusneiðmynd af lungum".

2007/67 - Guðlaugur Einarsson og Hjördís Pétursdóttir fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar ,,Geislaálag barna við tölvusneiðmyndarannsóknir."

2007/56 - Barnavernd Reykjavíkur fékk heimild til að afhenda Aðalbjörgu Bjarnadóttur upplýsingar úr málaskrá sinni vegna rannsóknarinnar „Börn innflytjenda í barnaverndarkerfinu". Aðalbjörg fékk jafnfram heimild til að vinna með upplýsingarnar í þágu rannsóknarinnar.

2007/142 - Guðmundur Þorgeirsson, sérfræðingur, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir þar sem unnið er með erfðaefni vegna rannsóknarinnar „Samanburðarrannsókn á LTB4 blóðgildum hjá einstaklingum sem fengið hafa hjartaáfall og þeirra sem ekki hafa fengið hjartaáfall".

2007/159 - Sigurfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur, fékk  leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Áhrif helgiathafna (bæn við dánarbeð, bæn við kistulagningu og útfararathöfn) á úrvinnslu sorgar þar sem líffæri eru gefin úr látnum gjafara. Viðhorf ástvina til líffæragjafarinnar og til samskiptanna við það starfsfólk sem hafði milligöngu um gjöfina".

2007/114 - Jóhanna Bernharðsdóttirr, lektors við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Reiknistofnun HÍ, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknina: ,,Sálræn líðan kvenstúdenta við Háskóla Íslands; Tíðni depurðar- og kvíðaeinkenna".

2007/158 - Gísli H. Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Alvarleg sýklasótt á íslenskum gjörgæsludeildum. Tíðni og meðferðarárangur."

2007/116 - AstraZeneca c/o Vistor fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar á áhrifum og hagkvæmni af lyfini Symbicort, sem viðhaldsmeðferð við bráðaeinkennum hjá astmasjúklingum.




Var efnið hjálplegt? Nei