Leyfisveitingar í janúarmánuði 2007

Í janúarmánuði 2007 voru gefin út 6 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir.

Í janúarmánuði 2007 voru gefin út 6 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir.

102006/753 - Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðsjúkdómum, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Slembiröðuð, opin, fjölsetra rannsókn með samanburði við virkt efni, hjá samhliða hópum, til að leggja mat á verkun, öryggi og þol 10% terbinafinhýdrógenklóríð (HC1) samsetningar til útvortis notkunar borið saman við 5% amorolfin naglalakk við 48 vikna meðferð hjá sjúklingum með vægan til meðallagi slæman naglasvepp í tánöglum".

2007/1 - Felix Valsson, sérfræðingur í hjarta- og gjörgæslulækningum, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Endurhitun og viðhald líkamshita eftir hjartaskurðaðgerðir með hjálp varmaskiptaæðalegg (endovascular heat exchange catheter) sem lagður er í holæð á hálsi".

2007/31 - Guðjón Birgisson, skurðlæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Afdrif sjúklinga sem útskrifast af bráðamóttöku með óútskýrða kviðverki".

2007/36 - Sigurður Böðvarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum, fékk um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar  „Opin rannsókn á bevacizumab (AVASTIN) ásamt lyfjameðferð sem inniheldur platínumlyf sem fyrsta meðferð hjá sjúklingum með langt gengið eða endurtekið lungnakrabbamein sem er hvorki af smáfrumu- né flöguþekjugerð".

2007/46 - Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir á Heyrnar- og talmeinastöð, og Claes Möller, prófessor við Háskólann í Örebro, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Greiningaraldur barna sem greindust með heyrnarskerðingu á tímabilinu 2002 til 2006 á Íslandi".

2007/78 - Ingibjörg Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi og ljósmóðir MSc, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Notkun syntocinons dreypis til örvunar í eðlilegri fæðingu og reynsla og viðhorf ljósmæðra til þess.



Var efnið hjálplegt? Nei