Leyfisveitingar í júlímánuði 2006

Í júlímánuði 2006 voru gefin út 18 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

Í júlímánuði 2006 voru gefin út 18 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

2006/365 - Reynir Tómas Geirsson, prófessorr við Háskóla íslands og yfirlæknir/sviðsstjóri við Landspítala Háskólasjúkrahús, Ati Dagbjartsson, yfirlæknir og dósent á Vökudeild, Barnaspítala Hringsins LSH, og Hildur Harðardóttir, yfirlæknir og dósent á Kvennasviði LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Mjög þung börn og afdrif þeirra og mæðranna við fæðingu og á fyrsta æviskeiði hjá börnunum".

2006/356 - Gunnar Guðmundsson, aðstoðaryfirlæknir á Lugnalækningadeild LSH fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar á eftirfylgni sjúklinga eftir endurinnlögn vegna langvinnrar lungnateppu (COPD), eða „Longterm followup after COPD hospitalisation regarding mortality, health status and psychological status".

2006/359 - Hjartavernd og Hans Björnsson, læknir og Ph.D. kandidat, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Stjórnun á tjáningu gena með greypingu".

2006/395 - Krabbameinsfélag Íslands fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna framhalds rannsóknarinnar „Nýgengi krabbameina/dánarmeina eftir starfi og menntun á Íslandi"; Hjartavernd og Hagstofa Íslands fengu heimild til að af miðla upplýsingum í þágu rannsóknarinnar.

2006/319 - Hrefna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum og nýrnalækningum; og Guðbjargar Birnu Guðmundsdóttur, heilsugæslulæknis, dags. 24. maí 2006, um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Einskammta, opin, víxluð rannsókn til að meta áhrif fæðu á aðgengi DG-031 taflna framleiddum með nýrri framleiðsluaðferð og bera saman aðgengi þeirra við aðgengi DG-031 taflna framleiddum með eldri framleiðsluaðferð, í heilbrigðum einstaklingum, konum og körlum".

2006/329 - Vigdís Pétursdóttir, sérfræðingur í meinafræði; Eiríkur Jónsson yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild LSH; Guðmundur Vikar Einarsson, sérfræðilæknir á þvagfæraskurðlækningadeild LSH; Hrefna Guðmundsdóttur, sérfræðilæknir á lyflækningadeild LSH; Rósa Björk Barkardóttir, yfirnáttúrufræðingur á Rannsóknarstofu í meinafræði LSH; Sverrir Harðarson, sérfræðilæknir á Rannsóknarstofu í meinafræði LSH; og Tómas Guðbjartsson, sérfræðilæknir á skurðlækningadeild LSH, fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám og lífsýnasafni vegna rannsóknarinnar „Tjáningarrannsóknir á nýrnakrabbameini og eðlilegum nýrnavef".

2006/374 - Magnús Kristjánsson, PhD, og Guðmundur Þorkelsson, PhD, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Samanburður á kvíða- og þunglyndiseinkennum sjúklinga sem gangast undir magahjáveituaðgerð og offitumeðferð á Reykjalundi, við innlögn og ári eftir meðferð ásamt könnun á matarvenjum fyrir og eftir meðferð".

2006/307 - Krabbameinsfélag Íslands fékk leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Samspil erfða og umhverfisþátta við tilurð og afdrif sjúklinga með krabbamein sem tengjast BRCA breytingum".

2006/379 - Landlæknisembættið fékk heimild til að afhenda Hildi Harðardóttur yfirlækni Kvennadeildar LSH, Ragnheiði I. Bjarnadóttur, umsjónarlækni Fæðingarskrár, og Brynhildi Tinnu Birgisdóttur, læknanema, framangreindar upplýsingar úr Fæðingarskrá vegna rannsóknarinnar „Fæðingarmáti kvenna sem eignast sitt annað barn eftir fyrri keisaraskurðaðgerð."

2006/376 - Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss (BUGL), og Mentis Cura ehf., fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Greining á athyglisbresti með ofvirkni með heilaritum, frumrannsókn".

2006/387 - Páll E. Ingvarsson, sérfræðingur á Endurhæfingardeild LSH, Grensási, Ólafur Thorarensen, sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins, María Guðlaug Hrafnsdóttir, sérfræðingur á endurhæfingardeild LSH, Grensási, og Gísli Einarsson, yfirlæknir á Endurhæfingardeild LSH, Grensási, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Samantekt á notkun Baclofen dæla á Íslandi".

2006/345 - Pálmi V. Jónsson, sviðsstjóri lækninga á öldrunarsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss, fékk heimild til að samkeyra upplýsingar úr þjóðskrá, n.t.t. upplýsingar um dánardag, við lista yfir þátttakendur í rannsókn á heilsufari og hjúkrunarþörf aldraðra á höfuðborgarsvæðinu.

2006/124 - Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild, fékk endurskoðaða heimild til að afhenda Íslenskri erfðagreiningu ehf. lista úr sjúklingabókhaldi hjartadeildar LSH og gagnabanka neyðarbílsins í Reykjavík.

2006/394 - Elías Ólafsson, yfirlæknir á Taugalækningadeild LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Algengi og nýgengi Charcot-Marie-Tooth (CMT) sjúkdóms á Íslandi".

2005/669 - Jón Snædal, yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss, Kristinn Johnsen, framkvæmdastjóri Mentis Cura ehf.; og Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar fengu endurútgefna heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Notkun taugalyfja til að meta áhrif Alzheimer-sjúkdóms á heilarit".

2006/400 - Krabbameinsfélag Íslands fékk leyfi til samkeyrslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar: ,,Efnaskiptavilla og brjóstakrabbamein"; Ábyrgðaraðilum Reykjavíkurrannsóknar Hjartaverndar, Heilsusögubanka KÍ, rannsóknarskrá rannsóknarstofu KÍ í sameinda og frumulíffræði, og Krabbameinsskrá KÍ, var heimiluð miðlun upplýsinga til að nota við samkeyrsluna.

2006/297 - Sigurður Marelsson, deildarlæknir, fékk  leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Drukknunarslys barna árin 1994-2004".

2006/408 - Bárður Sigurgeirsson, Jón Hjaltalín Ólafsson og Jón Þrándur Steinsson, sérfræðingar í húðsjúkdómum, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Einsetra, tvíblind, samsíða, fasa IB klínísk rannsókn til að meta öryggi og lyfjahvörf albaconazole hjá einstaklingum með naglasvepp".





Var efnið hjálplegt? Nei