Leyfisveitingar í júnímánuði 2006

Í júnímánuði 2006 voru gefin út 7 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

Í júnímánuði 2006 voru gefin út 7 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

 

2006/240 - Hjartavernd, fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna „Viðbótarrannsóknar við Öldrunarrannsókn Hjartaverndar AGES-Reykjavik (Age/Gene Environment Susceptibility Reykjavik) Study: Vascular factors and change in brain structure and function – Tengsl æðakerfis við breytingar á strúktúr og starfsemi heilans."

2006/246 - Shreekrishna Datye, forstöðulæknir handlækningadeildar á FSA, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur kviðarholsskurðaðgerða á FSA 1990 - 2005".

2006/241 - Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands, og Kari Hemminki, forstöður Sameinda- faraldsfræðideildar (Molecular Epidemiology Division) þýsku krabbameinsrannsóknarstöðvarinnar (DKFZ), Heidelberg, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsókn sem ber heitið „Ættlægni heilaæxla á Norðurlöndunum".

2006/97 - Íslensk erfðagreining fékk leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu erfðarannsókna, n.t.t leyfi til að kalla eftir þátttakendum í samanburðarhóp vegna tiltekinna rannsókna.

2006/65 - Dr. Ástríður Pálsdóttir á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum og Elías Ólafsson, læknir á Taugalækningadeild LSH, fengu heimild til aðgangs að dánarvottorðum vegna „rannsóknar á uppsöfnun stökkbreyttra cystatin C próteina í arfgengri heilablæðingu"; Hagstofa Íslands fékk heimild til að veita aðgang að upplýsingum í dánarmeinaskrá í þágu rannsóknarinnar.

2005/627 - Þorvaldur Jónsson fékk heimild til flutnings persónuupplýsinga úr landi í tengslum við rannsóknirnar „Rannsókn á ættlægni sortuæxla og tengslum þeirra við önnur krabbamein"; „Íslenska krabbameinsverkefnið, áfangi I: Sortuæxli – sameindaerfðafræðileg athugun"; og „Íslenska krabbameinsverkefnið, áfangi IV".

2005/654 - Íslensk erfðagreining hf. fékk leyfi til Samnýtingar gagna úr rannsókn á erfðum beinþynningar og rannsókna á erfðum útæðasjúkdóms og ósæðargúla; fullorðinssykursýki; heilablóðfalls; kransæðastíflu og hjartadreps; líkamsþyngdar og fituefnaskipta; og fjölskyldulægrar, blandaðrar blóðfitu- lækkunar.





Var efnið hjálplegt? Nei