Leyfisveitingar í maímánuði 2006

Í maímánuði 2006 voru gefin út 5 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

Í maímánuði 2006 voru gefin út 5 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

2006/202 - Gerður Gröndal, Kristján Steinsson, Árni Jón Geirsson og Arnór Víkingsson, sérfræðingar í lyflækningum og gigtarlækningum,fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu erfðaefnis vegna rannsóknar sem ber heitið: „Langtímaframhaldsrannsókn á öryggi tocilizumab (MRA) hjá sjúklingum sem eru að ljúka meðferð í MRA kjarnarannsóknum".

2006/150 - Vistor ehf. og Félag íslenskra heimilislækna fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna gæðaþróunarverkefnis sem unnið er í því skyni að auka fjölda lungnamælinga og þannig bæta greiningu langvinnrar lungnateppu og fjölga inngripum.

2006/215 - Bárður Sigurgeirsson, Jón Hjaltalín Ólafsson og Jón Þrándur Steinsson, sérfræðingar í húðsjúkdómum, fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber heitið: „Fjölsetra, slembiröðuð, samsíða, samanburðarrannsókn á nýrri samsetningu af amorolfine (4% og 10%) naglalakki borið saman við lyfleysu til útvortis meðferðar á fjar- og hliðlægri sveppasýkingu undir tánögl".

2006/102 - Bragi Skúlason fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Sorgarviðbrögð ekkla"; Hagstofa Íslands fékk heimild til að afhenda upplýsingar úr dánarmeinaskrá í þágu rannsóknarinnar.

2006/217 - Davíð O. Arnar, yfirlæknir á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Heilkenni lengingar QT bili í íslenskum fjölskyldum".





Var efnið hjálplegt? Nei