Leyfisveitingar í aprílmánuði 2006

Í aprílmánuði 2006 voru gefin út 9 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

Í aprílmánuði 2006 voru gefin út 9 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

2006/124 - Landspítali Háskólasjúkrahús fékk heimild til að afhenda Íslenskri erfðagreiningu ehf. lista úr sjúklingabókhaldi hjartadeildar LSH og gagnabanka neyðarbílsins í Reykjavík með upplýsingum um u.þ.b. 503 einstaklinga sem fengu hjartastopp á árunum 1987-1996.

2006/138 - Eysteinn Pétursson, yfireðlisfræðingur, Peter Holbrook, prófessor og Björn Guðbjörnsson dósent fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Flæðisrannsókn á munnvatnskirtlum með tilliti til heilkennis Sjögrens - samanburður á ísótópa- og munnvatnsvökvarannsóknum".

2006/168 - Stefán Einar Matthíasson, sérfræðingur í æðaskurðlækningum, Íslensk erfðagreining ehf. og Íslenskar lyfjarannsóknir ehf. - Encode, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber heitið: „Slembiröðuð, tvíblind, fasa II samanburðarrannsókn við lyfleysu til að meta lyfjahvörf, lyfhrif og öryggi á rannsóknarlyfinu DG-041 í sjúklingum með útæðasjúkdóm".

2006/176 - Ragnar Logi Magnason, læknir á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi, Elinborg Bárðardóttir, sérfræðingur í heimilslækningum við Heilsugæslustöðina Efstaleiti og Gunnar Helgi Guðmundsson, yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni Efstaleiti, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur átaks í heilsuvernd aldraðra í Hgst. Efstaleiti 2002-2004. Gæðstjórnunarkönnun".

2006/181 - Atli Dagbjartsson, yfirlæknir og dósent á Barnaspítala Hringsins, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Phenylketonurea (PKU) á Íslandi".

2006/187 - Vilmundur Guðnason fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Frekari greining á þögulli kransæðastíflu með aðferð hjartasegulómunar í einstaklingum með sykursýki og einstaklingum án mikils kalks í kransæðum. Hliðarrannsókn við Öldrunarrannsókn Hjartaverndar ICELAND MI í undirhóp þátttakanda Öldrunarrannsóknarinnar".

2006/175 - Helga Lára Helgadóttir, lektors í barnahjúkrun við Háskóla Íslands, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fræðsla til foreldra um verkjameðferð barna heima eftir hálskirtlatöku."

2006/179 - Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir á rannsóknarstofu í ónæmisfræði Landspítala-Háskólasjúkrahúss, fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsókn sem ber heitið ,,Hugsanleg áhrif erfðavísa á svörun við afnæmingarmeðferð gegn ofnæmi".

2006/243 - Arna Guðmundsdóttir, innkirtlasérfræðingur, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Insúlíndælur á Íslandi."





Var efnið hjálplegt? Nei