Leyfisveitingar í marsmánuði 2006

Í marsmánuði 2006 voru gefin út 13 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

Í marsmánuði 2006 voru gefin út 13 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

2004/571 - Hrafn Tulinius, Jórunn Erla Eyfjörð, Jón Gunnlaugur Jónasson og Laufey Tryggvadóttir, fengu endurútgefið leyfi til vinnslu persónuupplýsinga, aðgangs að sjúkraskrám og aðgangs að lífsýnasafnivegna  rannsóknarinnar „Áhrif stökkbreytinga á krabbamein í Íslendingum"

2006/105 - Vilhelmína Haraldsdóttir, læknir og sviðsstjóri á LSH, María Þorsteinsdóttir læknanemi, Helga Ögmundsdóttir prófessor og Hlíf Steingrímsdóttir yfirlæknir fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu persónuupplýsinga úr Krabbameinsskrá og dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mónóklónal gammópatía, afdrif og horfur. Rannsókn á einstaklingum er greindust á tímabilinu 1990-1994. Rannsóknarverkefni 3. árs læknanema."; Krabbameinsfélag Íslands og Hagstofa Íslands fengu heimild til að afhenda upplýsingar í þágu rannsóknarinnar.

2006/56 - Ingibjörg Heiða Sigfúsdóttir, nemi í félagsráðgjöf, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Vettvangsteymi - nýtt úrræði."

2005/648 - Krabbameinsfélag Íslands fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Aurora A áhættusamsæta og óstöðugleiki litninga í brjóstakrabbameini".

2006/131 - Peter Holbrook, prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Rannsókn á glerungeyðingu og fylgjandi áhættuþáttum".

2006/125 - Gizur Gottskálksson, læknir á lyflækningadeild (LSH) fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Rannsókn á gangráðsmeðferð við yfirliðum vegna skreyjutaugarertingar (Scandinavian Vasovagal Syncope Pacemaker Study (SCANSYNC))."

2006/164 - Margrét Oddsdóttir, yfirlæknir á Skurðdeild LSH, Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins, og Sigurbjörn Birgisson, meltingarsérfræðingur á LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Langtíma (5-10 ára) árangur aðgerða við vélindabakflæði - Framhaldsrannsókn".

2006/165 - Margrét Oddsdóttir, yfirlæknir á Skurðdeild LSH, Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins, og Sigurbjörn Birgisson, meltingarsérfræðingur á LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina:,,Árangur enduraðgerða vegna vélindabakflæðis. Er eitthvað sammerkt með þeim sjúklingum sem þurfa að fara í enduraðgerð?".

2006/68 - Helga Ögmundsdóttir, Hlíf Steingrímsdóttir, Vilhelmína Haraldsdóttir, Laufey Tryggvadóttir, Magnús Karl Magnússon, Ísleifur Ólafsson og Þórunn Rafnar fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknina „Arfgengar orsakir einstofna mótefnahækkunar og skyldra B-frumusjúkdóma."

2006/87 - Linda Björk Ólafsdóttir fékk leyfi til að nota greiningarlykil eldri rannsóknar til samkeyrslu niðurstaðna spurningakönnunar frá árinu 1996 og spurningakönnunar sem fyrirhugað er að leggja fyrir árið 2006.

2006/48  - Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsókn sem ber heitið „Úttekt á fjölda og stöðu forsjárlausra feðra í Reykjavík."

2005/621 - Felix Valsson, læknir á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Kæling á meðvitundarlausum sjúklingum eftir hjartastopp".

2006/116 - Stefán E. Matthíasson, sérfræðingur í æðaskurðlækningum, og Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE), fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna „Rannsóknar á storku- og bólguþáttum og starfsemi blóðflagna hjá sjúklingum með útæðasjúkdóm (æðakölkun í slagæðum), m.t.t. erfðabreytileika í PTGER3 erfðavísi." 

 





Var efnið hjálplegt? Nei