Leyfisveitingar í febrúarmánuði 2006

Í febrúarmánuði 2006 voru gefin út 14 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

Í febrúarmánuði 2006 voru gefin út 14 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

2005/694 - Sigurveig Pétursdóttir bæklunarskurðlæknir og Gunnar Sigurðsson prófessors og yfirlæknis í innkirtlasjúkdómum fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Könnun á osteogenesis imperfecta á Íslandi".

2005/701 - Ólafur Árni Sveinsson læknir og Elías Ólafsson yfirlæknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði Huntingtonssjúkdóms á Íslandi".

2005/669 - Jón Snædal yfirlæknir á öldrunarlækningadeild LSH fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Notkun taugalyfja til að meta áhrif Alzheimer-sjúkdóms á heilarit".

2005/652 - Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir blóðlækninga á LSH, Vilhelmína Haraldsdóttir, sviðstjóri og Helga Ögmundsdóttir, yfirlæknir og prófessor fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og til vinnslu persónuupplýsinga úr Krabbameinsskrá vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mergæxli á Íslandi frá 1980-2000. Samanburður á forspárþáttum, meðferð og lifun sjúklinga 1980-1994 og 1995-2000"; Krabbameinsfélag Íslands fékk leyfi til afhendingar upplýsinga í þágu sömu rannsóknar.

2005/700 - Jón Snædal, yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss, og Hjartavernd fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Notkun miðtaugakerfislyfja til að meta áhrif Alzheimers-sjúkdóms á heilarit".

2005/702 - Jón Þrándur Steinsson yfirlæknir fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Forrannsókn á sjúkraskrám Lækningarlindar Bláa lónsins hf.".

2006/46 - Emilía Jónsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við HÍ og Maggýj Magnúsdóttir félagsráðgjafi á Reykjalundi, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Skilar endurhæfing einstaklinga með áunninn heilaskaða á Reykjalundi árangri".

2006/1 - Tómas Guðbjartsson sérfræðingur, Bjarni Torfason yfirlæknir og Guðrún Fönn Tómasdóttir læknanemi fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Skurðaðgerðir við loftbrjósti á LSH 1991-2005".

2006/52 - Guðmundur Geirsson þvagfæraskurðlæknir og Jens Kristján Guðmundsson aðstoðarlæknis, fengu  leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Góðkynja stækkun á hvekk - ábendingar og aðgerðir".

2006/76 - Sigríður Magnúsdóttir, yfirtalmeinafræðingur á Talmeinaþjónustu Landspítala Háskólasjúkrahúss fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Aphasia and Hemi-Spatial Neglect in Stroke: Neuroanatomical Correlates."

2006/10 - Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Einsetra, slembiröðuð, samsíða, fasa II klínísk rannsókn til að rannsaka þol ciclopirox naglalakks (tvíblind meðferð) samanborið við lyfleysu (tvíblind meðferð) og Mycoster® (einblind meðferð) hjá einstaklingum með vægan til meðalslæman naglasvepp."

2006/85 - Margrét Ósk Gunnarsdóttir fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar á framfærsluskyldu foreldra, n.t.t.  leyfi til að vinna með úrskurði sýslumannsins í Reykjavík frá og með gildistöku nýju barnalaganna, þ.e. meðlags-, aukaframlags- og menntunarframlagsúrskurði skv. 2. mgr. 57. gr., 60. og 62. gr. barnalaga nr. 76/2003.

2006/19 - Gunnar M. Sandholt, sviðsstjóri hjá fjölskyldu- og þjónustusviði Skagafjarðar, fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknarverkefni Soffíu Jónsdóttur nema í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands ,,Hvernig hefur fjárhagsaðstoð í Skagafirði þróast á tímabilinu 2001-2005?"

2006/4 - Páll Helgi Möller, yfirlæknir á skurðlækningadeild LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og lífsýnasafni, auk heimildar til vinnslu persónuupplýsinga úr Krabbameinsskrá og dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands í þágu rannsóknarinnar: „Krabbamein í smágirni (skeifugörn, ásgörn og dausgörn) á Íslandi 1955-2004."; Krabbameinsfélag Íslands og Hagstofa Íslands fengu heimild til að miðla upplýsingum í þágu rannsóknarinnar.





Var efnið hjálplegt? Nei