Synjun um breytingu á starfsleyfi Lánstrausts

6. febrúar synjaði Persónuvernd Lánstrausti um breytingu á starfsleyfi félagsins.

Lánstraust hf. óskaði eftir 1) afstöðu Persónuverndar til þess hvort vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við tölfræðilegt mat á líkum á ógjaldfærni einstaklinga rúmaðist innan laga um persónuvernd, og 2) ef svo væri, breytingu á starsfleyfi félagsins á þann hátt að slíkt lánshæfismat rúmaðist innan marka leyfðrar starfsemi þess.

Persónuvernd vísaði til þess umfang slíkrar vinnslu persónuupplýsina yrði slíkt að það myndi í raun fela í sér vinnslu sem væri sambærileg við gerð gagnagrunns með persónuupplýsingum. Þá var vísað til þess að um slíkt lánshæfismat væri hvergi fjallað sérstaklega í íslenskum lögum. Stjórn Persónuverndar leit svo á að túlka bæri þröngt valdheimildir stofnunarinnar til að heimila smíði gagnagrunna sem hafa að geyma fjölþætta persónuupplýsingar, sem unnið væri með án samþykkis hlutaðeigandi einstaklinga. Því taldi hún sig ekki hafa heimild að gildandi lögum til að verða við ósk Lánstrausts um að gefa út umbeðið leyfi.

Synjun Persónuvernd má lesa hér.



Var efnið hjálplegt? Nei