Veitt leyfi og tilkynningar í ágúst, september og október 2014

Í ágúst, september og október voru samtals veitt 22 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 152 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Í ágúst, september og október voru samtals veitt 22 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 152 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Ágúst

2014/893 - Þjóðbjörgu Guðjónsdóttur, lektor við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Hryggrauf á Íslandi: heilsa og líðan meðal fullorðinna og faraldsfræði“.

2014/908 - Ingibjörgu Gunnarsdóttur, prófessor, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Áhrif næringardrykkja í samanburði við orku- og próteinríkar millimáltíða á lífsgæði, líkamsþyngd og hreyfifærni hjá sjúklingum með langvinna lungnaþembu: slembidreifð íhlutunarrannsókn.“.

2014/573 -  Árúnu Kristínu Sigurðardóttur, prófessors við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Skráning upplýsinga um umönnun fólks með sykursýki á hjúkrunarheimilum á Íslandi: Þekking starfsfólks á sykursýki“.

2014/945 -  Óskari Þór Jóhannssyni, sérfræðingi í krabbameinslækningum á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fasa III, slembiröðuð, tvíblind, fjölsetra rannsókn með samhliða hópum til að meta verkun og öryggi olaparib samanborið við lyfleysu, sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum með BRCA1/2 kímlínustökkbreytingar og hááhættu HER2 neikvætt frumkrabbamein í brjósti sem hafa lokið endanlegri staðbundinni meðferð og for- eða viðbótarmeðferð með krabbameinslyfjum“.

2014/962 - Guðlaugu M. Júlíusdóttur, verkefnastjóra félagsráðgjafarþjónustu BUGL veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Tilvísanir á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar LSH (BUGL). Tilvísunarástæður, sálfélagslegar aðstæður og þjónusta í nærumhverfi þeirra barna sem vísað er í þjónustu á BUGL“.

 

September

2014/651 - Auði Ketilsdóttur, sérfræðingi í hjúkrun hjartasjúklinga, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Sjálfsumönnun, heilsutengd lífsgæði og einkenni sjúklinga með hjartabilun: Lýsandi og framsýn rannsókn“.

2014/1028 - Freydísar Jónu Freysteinsdóttur, dósents í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, og Ólafíu  Helgadóttur, meistaranema í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands var veittur aðgangur að gögnum hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samvinna barnaverndaryfirvalda og ungbarnaverndar innan heilsugæslu“. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var enn fremur veitt leyfi til miðlunar upplýsinga til rannsakenda í þágu sömu rannsóknar.

2014/1038 - Ingibjörgu Hjaltadóttur, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Heilsufar, færni og þjónustuþörf einstaklinga sem njóta heimahjúkrunar.“

2014/1045 - Jóni Snorrasyni, sérfræðingi í geðhjúkrun var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Aðferðir varnarteymis við að róa sjúklinga“.

2013/1581 - Bryndísi Benediktsdóttur, læknis og prófessors, var veitt leyfi til aðgangs að lyfjagagnagrunni landlæknis í þágu rannsóknarinnar „RHINESSA – kynslóðarannsókn á ofnæmi, astma og lungnasjúkdómum (Respiratory Health in Northern Europe, Switzerland, Spain and Australia“.

2014/930 -  Guðbjörgu Garðarsdóttur, í leyfi þessu nefnd leyfishafi, heimilaður aðgangur að upplýsingum færni- og heilsumatsnefndar höfuðborgarsvæðisins, n.t.t. allra einstaklinga, 67 ára og eldri, sem fengið hafa synjun á færni- og heilsumati á árinu 2013, í þágu rannsóknarinnar „Meistararitgerð í félagsráðgjöf: Aldraðir sem fá synjun á færni- og heilsumati fyrir búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum í Reykjavík árið 2013“

2014/1212 – Hjartavernd var veitt leyfi til flutnings lífsýna úr landi í þágu Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar.

2014/874 - Þorvaldi Ingvarssyni, lækni og framkvæmdastjóra þróunasviðs Össurar, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Árangur hnéspelkumeðferðar til verkjastillingar og aukinnar hreyfigetu einstaklinga með slitgigt í hné“.

2014/1141 - Hildigunni Svavarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „European Registry of Cardiac Arrest - Study One“.

 

Október

2014/1302 - Birni Rúnari Lúðvíkssyni var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Notkun GigtRáðar og IceBio við eftirlit og meðferð iktsýki með TNFa hemli (Remsima) og samspil þeirra við lífvísa.“

2014/1247 - Sigrúnu Eddu Reykdal var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „DCML skortur; Rannsókn á erfðaþáttum, klínískri sjúkdómsmynd og ónæmissvörun“.

2014/1223 - Ásu Margréti Helgadóttur, nema í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Börn vímuefnaneytenda: Barnaverndartilkynningar í Reykjanesbæ“. Þá var barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar veitt leyfi til miðlunar persónuupplýsinga til rannsakanda í þágu sömu rannsóknar.

2014/1213 – Björgvini Heiðari Björgvinssyni var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Fangelsismálastofnun ríkisins í þágu rannsóknarinnar „Félagslegar aðstæður og bakgrunnur fanga“. Fangelsismálastofnun ríkisins var enn fremur veitt leyfi til miðlunar upplýsinga til rannsakanda

2014/1185 - Ingibjörgu Hilmarsdóttur, sérfræðilækni við sýklafræðideild Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „ESBL-myndandi Escherichia coli: faraldur á Barnaspítala Hringsins árið 2014“.

2014/1176 - Sigurveigu H. Sigurðardóttur, dósents í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, og Sirrý Sif Sigurlaugadóttur, meistaranema í félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Gagnreyndar aðferðir við félagslega ráðgjöf í málefnum aldraðra“ í þágu sömu rannsóknar.

2014/1112 - Ólafi Guðlaugssyni, sérfræðingi í smitsjúkdómum á Landspítalanum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Sameindafræðileg faraldsfræði MÓSA (Methicillin ónæmra Staphyloccus aureus) á Norðurlöndum“.

2014/966 - Unni Önnu Valdimarsdóttur, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, var veitt leyfi til vinnslu upplýsinga frá Landspítala í þágu rannsóknarinnar „Er röskun á dægursveiflu mæðra áhættuþáttur fyrirburafæðinga? Disruption of Circadian Rythms of Spontaneous Preterm Deleveries.“ Þá var landlækni veitt leyfi til til vinnslu upplýsinga úr fæðingarskrá og miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar Landspítala í þágu sömu rannsóknar. Enn fremur var heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrá og samkeyslu viðkvæmra persónuupplýsinga úr mæðraskrá og fæðingarskrá í þágu sömu rannsóknar.

2013/1093 - Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Áhrif síðbúinna fyrirburafæðinga á námsárangur“. Þá var landlækni veitt heimild til samkeyrslu upplýsinga í þágu sömu rannsóknar.

 

Þá bárust stofnuninni 152 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.

 Var efnið hjálplegt? Nei