Veitt leyfi og tilkynningar í apríl og maí 2014

Í apríl og maí 2014 voru samtals veitt 14 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 75 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Í apríl og maí 2014 voru samtals veitt 14 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 75 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Apríl

2014/494 - Hjalta Má Björnssyni, sérfræðilækni á bráðadeild Landspítalans, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Áhrif innleiðslu Cunningham meðferðarinnar á árangur réttingar fremra liðhlaups í öxl“.

2014/489 - Halldóri Jónssyni Jr., prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Barnabeinbrot við íþróttir“.

2014/486 - Helgu Gottfreðsdóttur, dósent við Hjúkrunarfræðdeild Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og vegna rannsóknarinnar „Útkoma úr meðgöngu og fæðingu meðal erlendra kvenna á Íslandi“.

2014/475 - Þóru Steingrímsdóttur, fæðingarlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar Grindarbotnsáverkar og einkenni eftir fæðingu og snemmíhlutun með sjúkraþjálfun“.

2014/431 - Árúnu K. Sigurðardóttur, prófessor við Háskólann á Akureyri, var veitt  leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Nauðsynleg þekking og færni heilbrigðisstarfsfólks í sjúklingafræðslu einstaklinga með kransæðasjúkdóm“.

2014/356 - Kristjáni Skúla Ásgeirssyni, skurðlækni við Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám á spítalanum í þágu rannsóknarinnar „Snemmkominn árangur og val sjúklinga í onkoplastíska fleygskurði 2008–2013 og áhrif á starfsemi brjóstaskurðdeildar Landspítala“.

2014/113 - Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra Landspítala, var veitt um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Endurinnlagnir eftir útskrift frá Bráðalyflækningadeild LSH“.

 

Maí

2014/719 - Sigríði Zoëga, sérfræðingi í hjúkrun á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Verkina burtu (Pain Out). Þátttaka í Pain Out, fjölþjóðlegu verkefni til að bæta gæði verkjameðferðar eftir skurðaðgerð“.

2014/635 - Einari Stefáni Björnssyni, yfirlækni á meltingalækningadeild Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Áhættuþættir fyrir blæðingu úr neðri hluta meltingarvegar í tengslum við blóðþurrð í ristli og diverticulosis: lýðgrunduð, framsýn tilfella-viðmiðunar rannsókn“.

2014/569 - Bjarna Torfasyni, yfirlækni á Landspítalanum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Skurðaðgerðir við holubringu (pectus excavatum) á Íslandi 1991-2013“.

2014/457– Íslenskri erfðagreiningu ehf. og Bjarna Torfasyni, hjartaskurðlækni og yfirlækni hjartaskurðdeildar Landspítala var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrárupplýsingum, lífsýnum látinna í lífsýnasöfnum, vinnslu upplýsinga um erfðaeiginleika látinna manna og samkeyrslna skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum.

2014/214 - Páli Helga Möller var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Garnastífla af völdum gallsteina á LSH 2000-2014“.

2013/1561 – Íslenskri erfðagreiningu ehf., Ingibjörgu Hinriksdóttur, yfirlæknis Heyrnar- og talmeinamiðstöðvar Íslands, og Hannesi Petersen, yfirlæknis á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrá og samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum „Rannsóknar á erfðum heyrnarskerðingar og otosclerosis“.

2013/1436 - Páli Helga Möller var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Volvulus á LSH 2000-2014“.

 

Þá bárust stofnuninni 75 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.


Var efnið hjálplegt? Nei