Veitt leyfi og tilkynningar í júní og júlí 2013

Í júní og júlí 2013 voru samtals veitt 13 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Þá voru veitt 2 leyfi til flutnings persónuupplýsinga úr landi. Einnig bárust stofnuninni 42 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Í júní og júlí 2013 voru samtals veitt 13 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Þá voru veitt 2 leyfi til flutnings persónuupplýsinga úr landi. Einnig bárust stofnuninni 42 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

2013/46 – Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. var veitt leyfi til flutnings persónuupplýsinga úr landi, n.t.t. til Rio Tinto Shared Services í Ástralíu.

2013/138 – Hjartavernd var veitt leyfi til flutnings lífsýna úr landi vegna lífsýna sem unnið er með í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, sem og svonefndu CARTARDIS-verkefni sem felur í sér tiltekið samstarf við erlenda aðila vegna bæði Öldrunarrannsóknarinnar og Áhættuþáttkönnunnar Hjartaverndar.

2013/179 – Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. var veitt leyfi til flutnings persónuupplýsinga úr landi til Rio Tinto India Private Limited, Indlandi, ADP Workspace Inc. í Bandaríkjunum og CSC Australia PTY Ltd. í Ástralíu.

2013/469 – Hjartavernd var veitt leyfi til aðgangs að dánarmeinaskrá vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar“.

2013/567 - Karli Andersen, hjartalækni á Landspítala, Rafni Benediktssyni, yfirlækni á Landspítala, Vilmundi Guðnasyni, forstöðulækni Hjartaverndar, Ingu S. Þráinsdóttur, hjartalækni á Landspítala, Ísleifi Ólafssyni, yfirlækni á Landspítala, Bylgju Kjærnested, deildarstjóra á Landspítala, Auði Ketilsdóttur, hjúkrunarfræðingi á Landspítala, Þórarni Árna Bjarnasyni, læknanema við Háskóla Íslands, og Lindu Björk Kristinsdóttur, læknanema við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sykursýki og skert sykurþol í bráðum kransæðasjúkdómi“.

2013/568 – Einari Stefáni Björnssyni, yfirlækni á meltingardeild Landspítala, Hólmfríði Helgadóttur, læknanema, og Magdalenu Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðingi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og lyfjagagnagrunni landlæknis vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Munur á skömmtum á prótónpumpuhemlum til karla og kvenna“.

2013/579 - Kristjáni Linnet, lyfjafræðingi á Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Jóhanni Ágústi Sigurðssyni, yfirlækni Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Magnúsi Jóhannssyni, lækni hjá embætti landlæknis, Emil Lárusi Sigurðssyni, yfirlækni heilsugæslustöðvarinnar Sólvangi var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og lyfjagagnagrunni landlæknis, ásamt samkeyrslu viðkvæmra persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun svefnlyfja og róandi lyfja á Íslandi, algengi og nýgengi og tengsl við sjúkdómaklasa“.

2013/621 - Kolbrúnu Gísladóttur, hjúkrunardeildarstjóra á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Heilbrigðisþjónustu yfir landamæri - tækifæri og áskoranir fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu“.

2013/640- Einari Stefáni Björnssyni, yfirlækni á meltingardeild Landspítala, Baldvini Inga Gunnarssyni, læknanema, Maríönnu Garðarsdóttur, Hjalta Má Björnssyni og Sigurði Ólafssyni, sérfræðilæknum í myndgreiningu, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Gallvegaskaði af völdum lyfja“.

2013/698 - Jónínu Sigríði Birgisdóttur, yfirljósmóður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og meistaranema, og Helgu Gottfreðsdóttur, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fæðingarsamtal við ljósmóðir í 36. viku meðgöngu“.

2013/747 - Vinnumálastofnun var veitt heimild til miðlunar persónuupplýsinga til Mímis-símenntunar vegna verkefni sem ber yfirskriftina „Greining á starfsmenntun pólskra atvinnuleitenda á Íslandi“.

2013/748 - Jóni Gunnlaugi Jónassyni, prófessor og yfirlækni Krabbameinsskrár Íslands, Bjarna A. Agnarssyni, prófessor og yfirlækni Rannsóknarstofu í meinafræði á LSH, og Hrafnhildi Birgisdóttur, meistaranema við líffræðideild HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám  og krabbameinsskrá vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hvert er mikilvægi þess að greina óeðlilega (atypíska) kirtla í grófnálarsýnum frá blöðruhálskirtli?

2013/763 - Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Helga Michael Magnússyni, B.A.-nema í afbrotafræði við Stokkhólmsháskóla, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Umfang skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi“.

2013/794 - Þórði Þókelssyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins, Hörpu Viðarsdóttur, doktorsnema við HÍ, Ragnari G. Bjarnasyni, yfirlækni Barnaspítala Hringsins, Reyni T. Geirssyni, yfirlækni kvennadeildar Landspítala, Leifi Franzsyni, sérfræðingi í klínískri lífefnafræði við sameinda- og erfðalæknisfræðideild Landspítala, Unni A. Valdimarsdóttur, dósent við lýðheilsudeild HÍ og Þórhalli Inga Halldórssyni, lektor og deildarforseta næringar- og matvælafræðideildar HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl mjög mikillar fæðingarþyngdar og efnaskipta í móðurkviði“.

2013/823 - Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Sunnefu Burgess, meistaranema í afbrotafræði við University of Leicester var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Kortlagning ofbeldisbrota (skilgreint sem kynferðisbrot önnur en sifjaspell, rán og líkamsárásir ) á höfuðborgarsvæðinu“.

Þá bárust stofnuninni 42 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.



Var efnið hjálplegt? Nei