Leyfi og tilkynningar í mars 2012

Í mars 2012 voru samtals veitt 15 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 75 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Í mars 2012 voru samtals veitt 15 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 75 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Veitt leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni:

2012/443 - Guðbjörgu Pálsdóttur, hjúkrunarfræðingi á LSH, Guðrúnu Sigurjónsdóttur, hjúkrunarfræðingi á LSH, og Ástu St. Thoroddsen, dósent við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Algengi og alvarleiki þrýstingssára á Landspítala, áhættumat og varnir“

2012/411- Elínu Díönnu Gunnarsdóttur, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, Pétri Maack Þorsteinssyni, forstöðusálfræðingi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Ágústu Lindu Leifsdóttur og Rakel Vilhjálmsdóttur, nemum við Háskólann á Akureyri var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangursmat og brottfall í 6 vikna hugrænni atferlismeðferð í hóp: Kvíði, þunglyndi og streita“.

2012/359- Þórði Þórkelssyni, yfirlækni á LSH, Rakel Björgu Jónsdóttur, sérfræðingi í hjúkrun nýbura á LSH, Guðrúnu Maríu Jónsdóttur, læknakandídat og Auðnu Ágústsdóttur, verkefnastjóra á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „RóRó - forrannsókn á fullburða börnum á Vökudeild Barnaspítala Hringsins“.

2012/357- Þórarni Gíslasyni, yfirlækni á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Merkjagreining lífeðlisfræðilegra breyta“. Samstarfsmaður Þórarins er tilgreindur Sveinbjörn Höskuldsson, starfsmaður Nox Medical ehf.

2012/313- Árna V. Þórssyni, sérfræðilækni á LSH, Jóhanni Heiðari Jóhannssyni, sérfræðingi á LSH, og Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, sérfræðingi á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Turner heilkenni á Íslandi: Nýgengi, litningagerð og birtingarmyndir heilkennisins“.

2012/310- Sigríði Snorradóttur, sálfræðingi á LSH, Berglindi Brynjólfsdóttur, sálfræðingi á LSH, Kolbrúnu Ásu Ríkharðsdóttur sálfræðinema við Háskólann í Árósum og Þórunni Ævarsdóttur, sálfræðinema við Háskólann í Árósum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Forprófun á forvarnarnámskeiðinu Klókir litlir krakikar fyrir 3-6 ára börn í áhættu að þróa með sér kvíðaraskanir“.

2012/300- Íslenskri Erfðagreiningu, Guðmundi Vikar Einarrsyni, Kjartani Magnússyni, Sverri Harðarsyni, Tómasi Guðbjartssyni og Þorsteini Gíslasyni var veitt heimild til að flytja lífsýni frá Íslenskri erfðagreiningu vegna rannsóknarinnar „Faraldsfræði og erfðum nýrnakrabbameins á Íslandi“ til Prof. Lambertus A Kiemeney Radboud University Medical Center, Njmegen, Hollandi.

2012/272-Bjarna Össurarsyni Rafnar, lækni á LSH, Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur, lækni á LSH og Andrési Magnússyni, lækni á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á notkun methylphenidate (Ritalin o.fl.) í æð meðal íslenskra vímuefnaneytenda“.

2012/265- Jóni Friðriki Sigurðssyni, yfirsálfræðingi á LSH, Gísla H. Guðjónssyni, prófessor emeritus við King´s College, Englandi og  Fanneyju Þórisdóttur, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Pathways into persisting offending: the relative contribution of ADHD and substance misuse“.

2012/150- Árúnu K. Ingvarsdóttur, prófessor við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri, og Brynju Ingadóttur, sérfræðings í hjúkrun á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrá og til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Væntingar sjúklinga með hjartabilun til fræðslu í tengslum við tvíslegla gangráðsísetningu“.

2012/146-  Steinu Þórey Ragnarsdóttur, meistaranema í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands og Ólöfu Ástu Ólafsdóttur, lektor við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Undirbúningur og útkoma á eðlilegum fæðingum á ljósmæðrastýrðri einingu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja“.

2012/140 - Huldu Jónsdóttur Tölgyes, sálfræðinema við Háskólann í Reykjavík, og Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, lektor við sálfræðisvið sama skóla var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Tilkynnt mál kynferðislegrar misnotkunar gegn börnum á Íslandi; innbyrðis tengsl á milli aldurs barns, meints geranda og tilkynninga til barnaverndarnefnda.“

2012/57- Fritz H. Berndsen, yfirlæknis á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Mörtu Rós Berndsen, læknanema við Háskóla Íslands, og Tómasi Guðbjartssyni, prófessor við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Nárakviðslitsaðgerðir á Sjúkrahúsi Akraness 2004–2011“.

2011/1312- Ebbu Margréti Magnúsdóttur, sérfræðilækni á LSH, Jóni R. Kristinssyni, sérfræðilækni á LSH, og Margréti Eddu Örnólfsdóttur, læknanema við Háskóla Íslands, dags. 25. nóvember 2011, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Læknisskoðanir í Barnahúsi vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn börnum“. Þá var Barnahúsi einnig veitt leyfi til miðlunar persónuupplýsinga til rannsakenda.

2011/1199 – Þjóðskjalasafni Íslands var veitt heimild til að veita Báru Baldursdóttur aðgang að skjalasafni Jóhönnu Knudsen, hjúkrunarkonu, sem varð til við störf hennar við ungmennaeftirlit lögreglunnar á tímabilinu 15. mars 1941 til 1. janúar 1945, sem er í vörslu safnsins, í þágu rannsóknarinnar „Ríkisafskipti af samskiptum unglingsstúlkna og setuliðsmanna“. Um er að ræða viðbót við áðurútgefið leyfi stofnunarinnar.


Þá bárust stofnuninni 75 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.



Var efnið hjálplegt? Nei