Leyfi og tilkynningar í febrúar 2012

Í febrúar 2012 voru samtals veitt 28 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 70 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Í febrúar 2012 voru samtals veitt 28 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 70 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Veitt leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni:


2012/299- Brynjólfi Mogensen, yfirlækni hjá LSH var veott leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Trampólínslys“.

2012/228 - Brynjólfi Mogensen var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Brot á miðhandarbeinum, faraldsfræði og árangur meðferðar“.

2012/219 - Ásgeir Erlendsson, nema í sálfræði við HR, var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Fangelsismálastofnun vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Forspársþættir afbrotahegðunar á Íslandi“.

2012/218 -  Erlu Guðmundsdóttur, nema í sálfræði, og Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur, kennara við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Fangelsismálastofnun vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Kortlagning tegunda glæpa síbrotamanna á Íslandi“.

2012/206 - Ingunni Högnadóttur, nema í talmeinafræði við læknadeild Háskóla Íslands, Bryndísi Guðmundsdóttur, talmeinafræðingi á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi og Helgu Thors, talmeinafræðingi á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif talfæraæfinga og skynörvunar á munnsvæði í meðferð við kyngingar- og fæðuinntökuvandamálum barna“.

2012/201 - Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Miðgarði - Þjónustumiðstöðvum Grafarvogs og Kjalarness var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Er sáttamiðlun áhrifarík leið til úrvinnslu sakamála á Íslandi? (e. Restorative justice: An effective criminal justice intervention for Iceland?)“.

2012/200 - Jóhanni Ágústi Sigurðssyni, yfirlækni á Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni sýkinga hjá börnum og fjölskyldumeðlimum þeirra“.

2012/179 - Alberti Páli Sigurðssyni, lækni á taugadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúsi, Hjalta Má Þórissyni, sérfræðilækni, Önnu Björnsdóttur, Önnu Bryndísi Einarsdóttur, Martin Inga Sigurðssyni, deildarlæknum, Elísabet Benedikz, yfirlækni, og Elfu Hrafnkelsdóttur, hjúkrunarfræðingi var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Afdrif sjúklinga sem greinast með TIA á bráðamóttöku Landspítala“.

2012/157 - Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun var veitt leyfi til vinnslu og samkeyrslu upplýsinga vegna verkefnis sem ber yfirskriftina „Ungt fólk á aldrinum 16-20 ára utan náms, vinnu og fjárhagsaðstoðar í Reykjavík“.

2012/128 - Birgi Erni Guðmundssyni var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá innanríkisráðuneytinu og sýslumanninum í Reykjavík vegna fræðigreinar sem ber yfirskriftina „Framfærsluskyldur milli hjóna“.

2012/80 - Hildi Harðardóttur, yfirlækni á kvenna- og barnasviði LSH, Ómari Sigurvini Gunnarssyni, deildarlækni á kvenna- og barnasviði LSH og  Örnu Guðmundsdóttur, innkirtlalækni á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meðgöngusykursýki á Íslandi“.

2012/74 - Halldóri Rósmundi Guðjónssyni, laganema við Háskóla Íslands var veitt leyfi aðgangs að gögnum hjá embætti ríkissaksóknara vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsóknir og ákæra nauðgunarmála á Íslandi“.

2012/68 - Gísla H. Sigurðssyni, yfirlækni á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, Rannveigu J. Jónasdóttur, hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild Landspítala, Lovísu Baldursdóttur, sérfræðingi í hjúkrun gjörgæslusjúklinga á Landspítala, Helgu Jónsdóttur, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Kristni Sigvaldasyni, yfirlækni á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi og Ólöfu Rögnu Ámundadóttur, sjúkraþjálfara á Landspítala í Fossvogi var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Eftirgæsla sjúklinga eftir útskrift af gjörgæslu: Framsýn samanburðarrannsókn“.

2012/48 - Jens A. Guðmundssyni, yfirlækni á kvenlækningadeild LSH, Kristínu Jónsdóttur, sérfræðilækni á LSH, og Auði Smith, sérfræðilækni á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Brottnám legs. Brottnám legs á Íslandi árin 2001-2010“.

2012/47 - Jens A. Guðmundssyni, yfirlækni á kvenlækningadeild LSH og Reyni T. Geirssyni, yfirlækni á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Utanlegsþykkt á Íslandi 1995-2009“.

2012/40 - Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á sjúkrahúsinu Vogi, Ingunni Hansdóttur, sálfræðingi á Vogi og lektor við Háskóla Íslands og Ólöfu Eddu Guðjónsdóttur, sálfræðinema við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhættuhegðun og afleiðingar hennar hjá sjúklingum á Sjúkrahúsi SÁÁ Vogi sem nota vímuefni í æð: tengsl áhættuhegðunar við HCV og HIV smit“.

2012/39 -  Ólöfu Jónu Elíasdóttur, deildarlækni, Elíasi Ólafssyni, yfirlækni taugadeildar á LSH og Degi Inga Jónssyni, kandídatsnema á taugadeild LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Algengi Multiple Sclerosis á Íslandi“.

2012/28 - Ágústi Mogensen, forstöðumanni rannsóknarnefndar umferðarslysa (RNU),  Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á bráðasviði Landspítalans, Sævari Helga Lárussyni, verkfræðingi og starfsmanni RNU, og Ármanni Jónssyni, lækni á bráðasviði Landspítala var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hjólreiðaslys á Íslandi“.

2012/4 - Gunnari Guðmundssyni, yfirlækni á HL-stöðinni var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif Stig II þjálfunar eftir kransæðaaðgerð eða inngrip“.

2011/1405 – Tómasi Guðbjartssyni sérfræðilækni, Önnu Gunnarsdóttur sérfræðilæknis og Stefáni Ágústi Hafsteinssymo læknanema var veitt leyfi aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Meðferð loftbrjósts á LSH 1991–2011“.

2011/1397 - Ragnheiði I. Bjarnadóttur, fæðingarlækni á Landspítala, Þóru Steingrímsdóttur, fæðingarlækni á sama spítala, og Sveini Guðmundssyni, yfirlækni Blóðbankans var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Asablæðing í kjölfar fæðingar“.

2011/1394 - Jóhanni Heiðari Jóhannssyni, lækni hjá LSH  var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Nýgengi heilkennis brotgjarns X-litnings (fragile X syndrome) á Íslandi og uppsetning nýrrar PCR-aðferðar til greiningar á stökkbreytingum í FMR1-geni“.  

2011/1345 - Guðborgu Auði Jónsdóttur, lyfjafræðingi og sérfræðingi í klínískri eiturefnafræði, Jakobi L. Kristinssyni, prófessor við Háskóla Íslands, og Önnu Maríu Þórðardóttur, sérfræðingi í bráðahjúkrun á Landspítala var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu „Framsýnnar rannsóknar á eitrunum sem koma til meðferðar á bráðamóttökum Landspítala árið 2012“.

2011/1308 - Sigurði Guðmundssyni, smitsjúkdómalækni, og Heiði Mist Dagsdóttur, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Herpes simplex heilabólga á Íslandi“.

2011/1270 - Sólveigu S. Hafsteinsdóttur, sérfræðilækni á Barnaspítala Hringsins, Jóni R. Kristinssyni, barnalækni á Barnaspítala Hringsins, Guðmundi Vigni Sigurðssyni, læknakandídat, Trausta Óskarssyni, lækni í sérnámi í barnalækningum við Barnsjukhuset í Stokkhólmi, Ásgeiri Haraldssyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins og  Gísla Gunnari Jónssyni, læknanema við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám  vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Gigt og sjálfnæmissjúkdómar í börnum á Íslandi“.

2011/1258 – Hjartavernd var veitt leyfi til flutnings lífsýna úr landi í þágu Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar.

2011/1112 -  Dr. Claudiu Georgsdóttur, lækni á Endurhæfingardeild Grensás var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ný nálgun að ökuhæfnismati á Íslandi: Taugasálfræðilegt tölvuforrit Expert System Traffic“.

2011/1082 - Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á Landspítala, Eggerti Eyjólfssyni, deildarlækni bráðasviðs á Landspítala, Ingibjörgu Richter, kerfisfræðingi á Landspítala og Sveini Agnarssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fjöldi sjúklinga, alvarleiki áverka og kostnaður vegna umferðarslysa á Íslandi“.


Þá bárust stofnuninni 70 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.



Var efnið hjálplegt? Nei