Leyfisveitingar í mars 2011

Í mars voru gefin út 26 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Í mars voru gefin út 26 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2010/996 - Birni Magnússyni, lækni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Gildi þolprófa til greiningar kransæðaþrengsla“

2010/1027 - Ásgeiri Haraldssyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Heilahimnubólga í börnum á Íslandi“.

2010/1089 -  Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, sérfræðingi í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Æsavöxtur á Íslandi“.

2010/1118 - Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á Landspítala, Björku Ólafsdóttur, deildarlækni á Landspítala, Elísabetu Benedikz, yfirlækni og Guðrúnu Björg Steingrímsdóttur, 3. árs læknanema við læknadeild Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Dánarmein sjúklinga á bráðadeild Landspítala í Fossvogi“.

2010/1119 - Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á LSH og Bjarna Þorsteinssyni, læknanema við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Golfáverkar á Íslandi á árunum 2000-2009“.

2010/1120 - Brynjólfi Mogensen, yfirlækni og dósent, Heru Jóhannesdóttur, 3. árs læknanema, Birni Zoëga, forstjóra LSH, Grétari Ottó Róbertssyni, sérfræðingi í bæklunarskurðlækningum og Eyþóri Erni Jónssyni, deildarlækni á bæklunarskurðdeild LSH, var veitt um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hafa jákvæðar ræktanir í gerviliðaaðgerðum áhrif á langtímaárangurinn“.

2010/1181 - Þórði Þórkelssyni, yfirlækni á vökudeild Barnaspítala Hringsins, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Skemmdir í hvíta efni heila fyrirbura - tíðni, helstu áhættuþættir og afleiðingar“.

2011/13 - Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á Kvenna- og barnasviði Landspítalans, Ragnheiðar Bjarnadóttur, sérfræðilæknis, Þórðar Þorkelssonar. yfirlæknis og Dagbjartar Helgadóttur læknanema við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina  „Lyfjanotkun við yfirvofandi fyrirburafæðingu.“

2011/72 – Herdísi Sveinsdóttur, prófessor, Katrínu Blöndal, sérfræðingi í hjúkrun, Ásdísi Ingvarsdóttur, diplómahjúkrunarfræðingi og Sigríði Zoëga, diplómahjúkrunarfræðingi, var veitt leyfi til miðlunar viðkvæmra persónuupplýsinga frá Krabbameinsskrá Íslands vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Vandamál maka karla sem eru á hormónahvarfsmeðferð vegna útbreidds krabbameins í blöðruhálskirtli og þarfir þeirra fyrir upplýsingar og stuðning“.

2011/77 - Ólafi Skúla Indriðasyni, sérfræðilækni á Landspítala, Nýrnalækningaeining 13-F, Runólfi Pálssyni, yfirlækni og dósent, Viðari Erni Eðvarðssyni, sérfræðilækni, Guðjóni Haraldssyni, sérfræðilækni og Þóri Bergssyni, nemanda við læknadeild Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Efnaskiptaáhættuþættir fyrir myndun nýrnasteina meðal sjúklinga í nýrnasteinagöngudeild LSH“.

2011/86 - Birni Rúnari Lúðvíkssyni, Ásgeiri Haraldssyni, yfirlækni og prófessor, Sigurveigu Þ. Sigurðardóttur, sérfræðilækni, Sólrúnu Melkorku Maggadóttur, lækni og Þorgeiri Orra Harðarssyni, læknanema við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og til samkeyrslu þeirra persónuupplýsinga við dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meðfæddir ónæmisgallar á Íslandi“.

2011/99 - Kristjáni Skúla Ásgeirssyni, skurðlækni og  Þorvaldi Jónssyni, skurðlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur tafarlausra brjóstauppbygginga á Landspítala 2008-2010“.

2011/118 - Halldóru Eyjólsfsdóttur, aðstoðarmanni yfirsjúkraþjálfara, Ástu S. Guðmundsdóttur, sjúkraþjálfara, Brynju Haraldsdóttur sjúkraþjálfara og Dr. Maríu Ragnarsdóttur, rannsóknarsjúkraþjálfara, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur uppbyggingar brjósts með flipa úr bakbreiðivöðva miðað við vætningar sjúklings og áhrif aðgerðarinnar á öxl, brjóstkassa og bak.“

2011/119- Gísla Heimi Sigurðssyni, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlækni á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, Sigurbergi Kárasyni, yfirlækni á Landspítala, Ásbirni Blöndal, sérfræðilækni á Sjúkrahúsinu á Akureyri, og Birni Gunnarssyni, yfirlækni á svæfingadeild Sjúkrahússins á Akranesi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Horfur sjúklinga sem undirgangast skurðaðgerðir í Evrópu (European Surgical Outcome Study (EuSOS))“.

2011/193 - Hlíf Steingrímsdóttur, yfirlækni blóðlækninga á LSH, Vilhelmínu Haraldsdóttur og Helgu Ögmundsdóttur, yfirlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mergæxli (Multiple Myeloma) á Íslandi frá 2000-2010. Samanburður á forspárþáttum, meðferð og lifun sjúklinga 1980-2000 og 2000-2010“.

2011/203 - Oddfríði R. Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi á skurðlækningadeild 12-G á Landspítala og Auðnu Ágústsdóttur, verkefnastjóra vísinda-, mennta- og gæðasviði Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samanburður á flötum stómaplötum með tilliti til leka. Coloplast River CP215OC“.

2011/207 - Ásgeiri Haraldssyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins og  Jóni R. Kristinssyni, barnalækni,var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrá vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Óvenjulegar eitlastækkanir - sjúkratilfelli“.

2011/208 - Runólfi Pálssyni, yfirlækni nýrnalækninga á LSH, Ólafi Skúla Indriðasyni, sérfræðilækni á nýrnalækningasviði, Matthíasi Halldórssyni, deildarlækni á geðsviði og Engilbert Sigurðssyni, yfirlækni á geðsviði LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Langvinnur nýrnasjúkdómur af völdum litíum á Íslandi“.

2011/225 - Þórði Þórkelssyni, yfirlækni Vökudeildar Barnaspítala Hringsins, Guðrúnu Kristjánsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands og Elínu Ögmundsdóttur, meistaranema í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Eftirlit með blóðsykri nýbura: tíðni blóðsykurfalls, áhættuþættir og meðferð“.

2011/236 - Runólfi Pálssyni, yfirlækni nýrnalækninga á Landspítala, Kristni Sigvaldasyni, yfirlækni gjörgæslulækninga á Landspítala og Ólafi S. Indriðasyni, sérfræðilækni á nýrnalækningaeiningu Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Nýgengi blóðnatríumlækkunar og afdrif sjúklinga“.

2011/240 - Elísabetu Benediz, yfirlækni á bráðadeild Landspítala, Brynjólfs Mogensen, yfirlækni og dósent, Þórdísi J. Hrafnkelsdóttur, yfirlækni og dósent, Bjarna Árnasyni, deildarlækni á bráðadeild, sem öll eru starfsmenn Landspítala en einnig Bo Enemark Madsen, sérfræðilækni í Boston í Bandaríkjunum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl dvalarlengdar á bráðamóttöku við legulengd á sjúkrahúsi og 30 daga dánartíðni“.

2011/247 - Michael Clausen, sérfræðingi í barnalækningum og ofnæmissjúkdómum barna, Davíð Gíslasyni, lækni á göngudeild í ofnæmissjúkdómum á Landspítala og Sonju Kristínu Kjartansdóttur, læknanema við Háskóla Íslands, var veitt um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Bráðaofnæmi gegn fæðu og ofnæmislost á bráðamóttökum LSH 2003-2009“.

2011/312- Fanneyjar Finnsdóttur, nema við Háskólann í Reykjavík og Davíð Þór Björgvinssyni, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík ,var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Barnavernd Reykjavíkur  vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meðalhófsregla barnaverndarlaga nr. 80/2002 í framkvæmd“.

2011/317 - Sigfúsi Þór Elíassyni, prófessor við tannlækningadeild Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Langtímaending mismunandi tannfyllingarefna og árangur meðferðar á tannátutíðni“.

2011/321 - Guðrúnu Kr. Guðfinnsdóttur fyrir hönd Landlæknisembættisins, Guðlaugu Þórsdóttur, lækni, Magnúsi Jóhannssyni, lækni og prófessor og Elísabetu Benedikz, yfirlækni bráðadeildar Landspítala var veitt leyfi til samkeyrslu lyfjagagnagrunns Landlæknisembættisins við upplýsingar úr sjúkraskrá um einstaklinga sem hlotið hafa beinbrot. Tilefnið er rannsóknin „Ópíöt og beinbrot“.

2011/342 - Garðari Kristinssyni, BA-nema í sagnfræði var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Þjóðskjalasafni Íslands vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lokaverkefni í sagnfræði B.A.“.





Var efnið hjálplegt? Nei