Leyfisveitingar í janúar 2011

Í janúar voru gefin út 13 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í janúar voru gefin út 13 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2010/1176 – Þórarni Gíslasyni, yfirlækni á LSH, Hanne Krage Karlsen, doktorsnema, Þorsteini Jóhannessyni, sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun, Bertil Fossberg prófessor og Önnu Oudin, post doc, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Loftmengun og komur sjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahús“.

 

2010/868 – Sigurveigu Pétursdóttur, sérfræðing í bæklunarskurðlækningum barna, Þurý Ósk Axelsdóttur, deildarlækni á bæklunarskurðdeild og Guðbjörgu Eggertsdóttur, sérfræðing í sjúkraþjálfun barna hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Cerebral Palsy Eftirfylgd: Rannsókn á tíðni mjaðmaliðhlaupa og fjölda inngripa hjá börnum með CP sem fædd eru á árunum 1989 -1999 (CP: Cerebral Palsy).“

 

2010/1031 – Þorsteini Jónssyni hjúkrunarfræðing og aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Helgu Valgerði Skúladóttur og Sigríði Berglindi Birgisdóttur, hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Starfsemi GÁT teymis á Landspítala“.

 

2010/1026 – Ásgeiri Haraldssyni, prófessor í barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Barnaspítala Hringsins, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lyfjaeitranir og aðrar eitranir barna“.

 

2010/1025 – Ásgeiri Haraldssyni, prófessor í barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Barnaspítala Hringsins, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Kviðverkir barna á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins“.

 

2010/965 – Hjalta Má Þórissyni, sérfræðilækni á LSH, Haraldi Bjarnasyni, sérfræðilækni og yfirlækni Interventional Radiology deilda Mayo Clinic, og Óttari Má Bergman, sérfræðilækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur Innæða Krabbameinsmeðferðar með lokun slagæðar, (Trans arterial chemoembolization) inngripa á Íslandi“.

 

2010/1155 – Helgu Auðardóttur, og Urði Njarðvík, lektor við sálfræðideild HÍ, var veitt til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samanburður á tvítyngdum og eintyngdum börnum sem vísað er í athugun: Tilvísunarástæða, aldur og niðurstöður athugana“.

 

2010/1221 – Birni Guðbjörnssyni, sérfræðingi/dósents í gigtarrannsóknum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Könnun á tengslum coxíb lyfja við heila- og hjartaáföll á Íslandi 2001-2003 með sérstöku tilliti til ungra einstaklinga sem fengu heila-og hjartaáföll“.

2010/1124 – Axel F. Sigurðssyni, Halldóru Björnsdóttur, Ingu S. Þráinsdóttur og Þorbirni Guðjónssyni, sérfræðingum í lyflækningum og hjartalækningum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Klínísk virkni Pentalon hjá sjúklingum með áreynslubundna hjartaögn eftir samfellda meðferð í 12 vikur - slembiröðuð, tvíblind, samanburðarrannsókn við lyfleysu“.

 

2011/4 – Jens Kjartanssyni, yfirlækni á Lýtalækningadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús (LSH) og klínískum prófessor við Læknadeild HÍ og Davíð Jenssyni, deildarlækni á skurðlækningasviði LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meðferð legusára á tímabilinu 2001-2010“.  

 

2010/1206 – Berglindi Brynjólfsdóttur, sálfræðing á Barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL), Dr. Unni Njarðvík, lektor við Háskóla Íslands og Lydíu Ósk Ómarsdóttur, Cand. Psych. nema við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mat á árangri hópkvíðameðferðar fyrir unglinga“.

 

2011/10 – Helgu Völu Helgadóttur, meistaranema í lögum við Háskólann í Reykjavík, var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Ríkissaksóknara og Fangelsismálastofnun vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Brotakonur - Brotamenn - Fer íslenska réttarkerfið ólíkum höndum um brotakonur og brotamenn“.

 

2011/15 - Hildi Harðardóttur, yfirlækni á kvenna- og barnasviði LSH, Vigdísi Stefánsdóttur, erfðaráðgjafa og Þórði Þórkelssyni, yfirlækni á vökudeild LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Útkoma þungunar þegar líkur í samþættu líkindamati (SÞL) á meðgöngu eru auknar“.

 

 



Var efnið hjálplegt? Nei