Leyfisveitingar í desember 2010

Í desember voru gefin út 16 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í desember voru gefin út 16 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2010/1087 – Kristjáni Sigurðssyni, yfirlækni og sviðsstjóra leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands og Kristrúnu R. Benediktsdóttur, meinafræðingi á meinafræðideild Landspítala Háskólasjúkrahús (LSH), var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Study on the predictive value of P -16, MiB -1, ProEx in women with CIN2 lesions“. 

2010/721 – Sigurði Thorlacius, prófessor við HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og samkeyrslu vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði aflimana og vöntun útlima á Íslandi 1970-2010“. 

2010/1101 – Sigurði Guðmundssyni, forseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Heilahimnubólga af völdum baktería í fullorðnum 1995-2010“.  

2010/958 – Gunnari Þór Gunnarssyni, Hjartasérfræðingi og Lektor við læknadeild Háskóla Íslands og  Heiðbjörtu Ída Friðriksdóttur, geislafræðinema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tölvusneiðmyndir (TS) af kransæðum: Er ávinningur af því að taka sérvalinn hóp í TS kransæðarannsókn með Prospective gating í stað Retrospective gating, með minni geislun?“.  

2010/1108 – Gunnari Svanbergssyni, sjúkraþjálfara og Þorvaldi Yngvasyni, lækningarforstjóra á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Brjósklos í lendarhrygg, samþætting á niðurstöðum úr segulómskoðun, við klíníska skoðun og meðferð“.  

2010/981 – Ugga Agnarssyni, lækni á LSH, Guðmundi Þorgeirssyni, prófessor, Þórarni Guðnasyni, Dr. Med og Birni Jakobi Magnússyni, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Bráð kransæðastífla meðal fertugra og yngri á Íslandi.“.  

2010/917 – Kristínu Huld Haraldsdóttur, Kristjáni Skúla Ásgeirssyni og Karl-Göran Tranberg, skurðlæknum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notagildi segulómskoðunar við mat á stærð brjóstakrabbameins og cancer in situ og áhrif á mat fyrir aðgerð“. 

2010/437 – Hauki Hjaltasyni, dósent og sérfræðilækni á Landspítala, og Elíasi Ólafssyni, lækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Reynsla notkunar natalizumab við multiple sclerosis á Íslandi“. 

2010/1018 – Páli Helga Möller, yfirlækni á skurðlækningasviði LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Intussusception á Íslandi 2000-2010". 

2010/1064 –  Birni Rúnari Lúðvíkssyni, yfirlækni og prófessor, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samband sjálfsofnæmismótefna við hugsanlega sjúkdómsmynd gigtarsjúkdóma“.  

2010/1171 – Gísla H. Sigurðssyni, prófessor og forstöðulækni í gjörgæslu og svæfingarlækningum, Karli Erling Oddasyni, deildarlækni og nema, Tómasi Guðbjartssyni, prófessor og sérfræðing í skurðlækningum, Sigurbergi Kárasyni, yfirlækni og dósent við gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkrahús Fossvogi og Sveini Guðmundssyni, yfirlækni blóðbankans, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Blóðgjafahlutar á gjörgæslum LSH“. 

2010/1089 – Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Æsavöxtur á Íslandi“. 

2010/1102 - Erlingi Jóhannssyni, prófessor við Háskóla Íslands og  Katrínu Gunnarsdóttur, nemanda í heilsuhagfræði við HÍ og Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur, lektor í hagfræði við HÍ,  var veitt leyfi til samkeyrslu viðkvæmra persónuupplýsinga við gagnabanka Námsmatsstofnunar í tilefni af rannsókninni „Heilsa og menntun: Tengsl heilsufars og námsárangurs hjá 7-9 ára börnum“. 

2010/992 Þórarni Guðnasyni, hjartalækni á LSH,  var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Segabrottnám við kransæðastíflu með ST hækkun á Norðurlöndum - TASTE rannsóknin (Thrombus Aspiration in ST- Elevation myocardial infarction in Scandinavia - TASTE trial“. 

2010/1194 - Helgu Erlendsdóttur, lífeindafræðingi og klínískum prófessor, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Viðbrögð við jákvæðum blóðræktunum“.  

2010/971 – Maríu K. Jónsdóttur Ph.D., verkefnisstjóra í taugasálfræði, sálfræðiþjónustu Landspítala-Háskólasjúkrahúsi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Viðmiðunargildi fyrir taugasálfræðileg próf á minnismóttöku Landakots“.

 

 

 

 

 

 



Var efnið hjálplegt? Nei