Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Vinnsla og miðlun Útlendingastofnunar á persónuupplýsingum í útvarpsviðtali - 29.6.2016

Persónuvernd hefur úrskurðað um að vinnsla Útlendingastofnunar á persónuupplýsingum um kvartendur í tengslum við útvarpsviðtal hafi samrýmst ákvæðum laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Lesa meira

Upplýsingar um fæðingarland - 24.6.2016

Persónuvernd hefur veitt álit á því hvort upplýsingar um fæðingarland teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga. Í álitinu kemur fram að samkvæmt a-lið 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, teljist upplýsingar um uppruna til viðkvæmra persónuupplýsinga. Upplýsingar um fæðingarland einar og sér geti þó ekki fallið undir hugtakið „uppruna“. Þær teljist því ekki til viðkvæmra persónuupplýsinga í skilningi laganna.
Lesa meira

Frumvarp til lyfjalaga - 24.6.2016

Persónuvernd hefur veitt umsögn um frumvarp til lyfjalaga. Í umsögninni er meðal annars gerð athugasemd við ákvæði um hver starfræki lyfjagagnagrunn, en samkvæmt ákvæðinu er þar um að ræða landlækni eða annan aðila sem ráðherra felur það hlutverk. Er bent á það í umsögninni að hér ræðir um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar. Segir að meðal annars í ljósi þess telji Persónuvernd nauðsynlegt að umrætt frumvarp hafi að geyma skýra tilgreiningu á ábyrgðaraðila lyfjagagnagrunns.

Lesa meira

Öflun persónuupplýsinga úr málaskrá lögreglu - 23.6.2016

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun í frumkvæðismáli sem laut að öflun Öryggismiðstöðvar Íslands hf. á upplýsingum um starfsmenn sína úr málaskrá lögreglu. Niðurstaða stofnunarinnar var að umrædd vinnsla persónuupplýsinga samrýmdist ekki kröfum 7. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, um málefnalega og sanngjarna vinnslu, meðalhóf og áreiðanleika við vinnslu persónuupplýsinga.
Lesa meira

Vinnsla LÍN á upplýsingum frá Ríkisskattstjóra - 23.6.2016

Persónuvernd hefur úrskurðað um að Lánasjóði íslenskra námsmanna hafi verið heimilt að afla upplýsinga um tekjur kvartanda frá Ríkisskattstjóra. Fræðsla gagnvart kvartanda hafi hins vegar ekki samrýmst 21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Þátttaka í Schengen-úttekt á Grikklandi - 13.6.2016

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar var skipaður í úttektarnefnd á vegum Evrópusambandsins og aðildarríkja Schengen-samstarfsins.
Lesa meira

Forstjóri Persónuverndar í föstudagsviðtali Fréttablaðsins - 10.5.2016

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, var í föstudagsviðtali Fréttablaðsins þann 6. maí síðast liðinn. Í viðtalinu fór Helga yfir þær ógnir sem steðja að friðhelgi einkalífs einstaklinga með tilkomu nýrrar tækni. Einnig fór Helga yfir þau áhrif sem ný persónuverndarlöggjöf mun hafa á réttindi einstaklinga á þessu sviði, sem og áhrif sem verða á starfsemi fyrirtækja.
Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS