Heilsufarsupplýsingar

Aðgangur að sjúkraskrám í þágu vísindarannsókna er háður leyfi Persónuverndar.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Beiðni leigusala um persónuupplýsingar - 27.11.2014

Persónuvernd hefur veitt almennt álit um að leigusölum sé heimilt að óska eftir ýmsum almennum persónuupplýsingum um leigutaka áður en til leigusamnings er stofnað. Þá geti beiðni leigusala um sakavottorð eða aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar byggt á samþykki leigutaka. Leigusali verði hins vegar að ganga úr skugga um að öllum kröfum 7. gr. laga nr. 77/2000 sé fullnægt, m.a. um meðalhóf og sanngirni.
Lesa meira

Gagnaafhending til barnaverndarnefndar  - 27.11.2014

Persónuvernd hefur úrskurðað um að vinnsla barnaverndarnefndar á upplýsingum um heilsufar og lögregluafskipti í tengslum við könnun barnaverndarmáls hafi samrýmst lögum nr. 77/2000.

Lesa meira

Óskað skýringa vegna sendingar á greinargerð um málefni hælisleitanda - 21.11.2014

Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu greinargerðar um málefni hælisleitanda sem send var innanríkisráðuneytinu.
Lesa meira

Vinnsla Landsbankans á upplýsingum frá Spkef sparisjóði - 19.11.2014

Persónuvernd hefur úrskurðað að varðveisla upplýsinga hjá Landsbankanum um viðskipti kvartanda við SpKef sparisjóð, sem færðust yfir í Landsbankann með ákvörðun FME, sé heimil. Miðlun upplýsinga um fyrndar kröfur til Creditinfo-Lánstrausts var hins vegar talin óheimil. 
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Notkun dróna og persónuvernd - 28.11.2014

Drónar hafa verið áberandi í umræðunni um persónuvernd í Evrópu síðastliðnar vikur og mánuði. Í auknum mæli hefur þessi tækni staðið einstaklingum til boða sem nota þá t.d. til myndatöku á stöðum sem myndavélar ná yfirleitt ekki til. Að gefnu tilefni minnir Persónunvernd á að við vinnslu myndefnis sem tekið er með aðstoð dróna er mikilvægt, sem endranær, að huga að sjónarmiðum tengdum persónuvernd og friðhelgi einkalífs.
Lesa meira

Bilun í tilkynningakerfi hefur verið lagfærð - 9.10.2014

Þann 8. október sl. kom upp bilun í tilkynningakerfi Persónuverndar. Um var að ræða bilun hjá hýsingaraðila kerfisins sem hefur nú verið lagfærð. Stofnunin biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu hlaust.

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS