Heilsufarsupplýsingar

Aðgangur að sjúkraskrám í þágu vísindarannsókna er háður leyfi Persónuverndar.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Aðild Öldrunarheimila Akureyrar að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi fyrir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi - 10.7.2014

Sjúkrahúsið á Akureyri, f.h. heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, tilkynnti Persónuvernd um að Öldrunarheimili Akureyrar hefðu óskað eftir því að rafrænt sjúkraskrárkerfi þeirra yrði hluti af sameiginlegu sjúkraskrárkerfi fyrir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi. Persónuvernd gerði ekki, eins og á stóð, athugasemdir við slíkt, þ.e. að Öldrunarheimili Akureyrar gengu inn í umræddan samning og gerðust þar með aðilar að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.

Lesa meira

Birting úrskurða Innanríkisráðuneytis varðandi réttarstöðu samkvæmt útlendingalögum nr. 96/2002 - 9.7.2014

Innanríkisráðuneytið óskaði álits Persónuverndar á því hvort birta mætti úrskurð í máli tiltekins hælisleitanda ásamt upplýsingum um upprunaland viðkomandi en án annarra persónuauðkenna. Persónuvernd tók ekki bindandi afstöðu til lögmætis birtingarinnar heldur veitti almenna leiðsögn um birtingu úrskurða í umræddum málaflokki.
Lesa meira

Varðveisla persónuupplýsinga, þ.m.t. sms-skeyta, á Mínum síðum hjá Fjarskiptum hf. - 28.5.2014

Persónuvernd hefur úrskurðað í sjö málum um að varðveisla Fjarskipta hf. á persónuupplýsingum, þ.m.t. sms-skeytum, sem kvartendur sendu af vefsíðu fyrirtækisins og birt voru á Netinu í kjöflar innbrots í tölvukerfi þess, samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Lesa meira

Bein markaðssetning frá Skjánum og miðlun persónuupplýsinga - 23.5.2014

Persónuvernd hefur úrskurðað um að símhringing frá Skjánum til kvartanda, í þágu beinnar markaðssetningar, hafi ekki verið í samræmi við lög nr. 77/2000. Varðveisla Skjásins á viðskiptaupplýsingum um kvartanda var þó talin heimil.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Hvernig komið er í veg fyrir að Facebook deili upplýsingum um sögu netvafurs í auglýsingaskyni - leiðbeiningar. - 27.6.2014

Leiðbeiningar Persónuverndar um það hvernig notendur Facebook geta komið í veg fyrir að fyrirtækið deili upplýsingum um sögu netvafurs þeirra (e. browsing history), þ.e. upplýsingum um netvafur innan samfélagsmiðilsins og utan hans, með þriðju aðilum. Leiðbeiningarnar ná bæði til tölva, snjallsíma og spjaldtölva.
Lesa meira

Evrópudómstóllinn staðfestir rétt manna „til að gleymast“ - 23.5.2014

Hinn 13. maí sl. felldi Evrópudómstóllinn dóm þar sem fallist var á kröfu manns um að niðurstöðu á leitarsíðu Google skyldi eytt. Dómurinn hefur ekki í för með sér að sjálfu efninu, sem laut að manninum, skyldi eyða heldur aðeins leitarniðurstöðunni sjálfri.

Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS