Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Nýtt álit alþjóðlegs vinnuhóps um persónuvernd í fjarskiptum - 10.8.2016

Alþjóðlegur vinnuhópur um persónuvernd í fjarskiptum, sem Persónuvernd á sæti í, hefur gefið út álit þar sem fjallað er um persónuvernd og öryggi í fjarskiptum á netinu. Álitið tekur einnig til fjarskipta sem fara fram í gegnum netspjall, myndsíma eða á annan sambærilegan hátt.
Lesa meira

Umsögn um notkun skýjalausna hjá ríkisstofnunum - 28.7.2016

Persónuvernd hefur veitt umsögn um drög að viðmiðunarreglum um notkun skýjalausna hjá ríkisstofnunum. Í umsögn Persónuverndar er farið yfir hvernig meta skuli hverju sinni hvort yfir höfuð megi vista upplýsingar í tölvuskýi og þá hvernig. Þá er þar lýst því mati stofnunarinnar að í skýrslu um skýjalausnir frá KPMG, þar sem drögin eru sett fram, sé dregin upp of einföld mynd af því flókna skipulagslega, tæknilega og lagalega umhverfi sem slíkar lausnir byggjast á.

Lesa meira

Nýtt samkomulag um flutning persónuupplýsinga milli Bandaríkjanna og Evrópu - 14.7.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í fyrradag, þann 12. júlí 2016, um nýtt samkomulag varðandi flutning persónuupplýsinga milli Bandaríkjanna og Evrópu, en samkomulagið hefur hlotið nafnið EU-US Privacy Shield.

Lesa meira

Nýjar hættur og ógnir við vinnslu og meðferð persónuupplýsinga - 12.7.2016

Persónuvernd hefur birt ársskýrslu fyrir árið 2015. Umbylting hefur orðið í því hvernig hægt er að nálgast og safna persónuupplýsingum – og gera þær upplýsingar að verðmætri söluvöru. Þessi bylting er sýnileg í sífellt vaxandi málafjölda Persónuverndar sem hefur nærri þrefaldast frá árinu 2002.
Lesa meira

Símhringing á vegum stúdentahreyfingar - 7.7.2016

Persónuvernd hefur úrskurðað um að símhringing Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í kvartanda hafi ekki samrýmst lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kvartandi hafði látið færa nafn sitt á bannskrá Þjóðskrár Íslands, en á henni eru nöfn einstaklinga sem andmæla því að beint sé að þeim beinni markaðssetningu.
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Þátttaka í Schengen-úttekt á Grikklandi - 13.6.2016

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar var skipaður í úttektarnefnd á vegum Evrópusambandsins og aðildarríkja Schengen-samstarfsins.
Lesa meira

Forstjóri Persónuverndar í föstudagsviðtali Fréttablaðsins - 10.5.2016

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, var í föstudagsviðtali Fréttablaðsins þann 6. maí síðast liðinn. Í viðtalinu fór Helga yfir þær ógnir sem steðja að friðhelgi einkalífs einstaklinga með tilkomu nýrrar tækni. Einnig fór Helga yfir þau áhrif sem ný persónuverndarlöggjöf mun hafa á réttindi einstaklinga á þessu sviði, sem og áhrif sem verða á starfsemi fyrirtækja.
Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS