Heilsufarsupplýsingar

Aðgangur að sjúkraskrám í þágu vísindarannsókna er háður leyfi Persónuverndar.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Veitt leyfi og tilkynningar í júní og júlí 2014 - 12.8.2014

Í júní og júlí voru samtals veitt 9 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 51 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga.
Lesa meira

Innleiðing staðla hjá Evrópuráðinu vegna dróna - 6.8.2014

Persónuvernd vill vekja athygli á yfirlýsingu Evrópuráðsins frá 8. apríl sl. um innleiðingu staðla vegna svokallaðra dróna ("remotely piloted aircraft sytems" – RPAS). Staðlarnir eiga að ná til ýmissa sviða sem notkun dróna geta átt við, t.d. upplýsingaöryggi og persónuvernd. Markmið staðlanna er að gera evrópskum iðnaði mögulegt að sækja fram á þessum markaði en tryggja á sama tíma að allra öryggissjónarmiða sé gætt. Yfirlýsing Evrópuráðsins er aðgengileg hér.
Lesa meira

Að gefnu tilefni - myndbirtingar úr eftirlitsmyndavélum - 1.8.2014

Það sem af er ári hefur Persónuvernd nokkrum sinnum orðið þess vör að myndir úr eftirlitsmyndavélum hafi verið birtar opinberlega, t.d. í fjölmiðlum. Í mörgum tilvikum er tilgangurinn sá að reyna að hafa uppi á sökudólgum þegar grunur leikur á um að refsivert athæfi hafi átt sér stað á vöktuðu svæði. Af þessu tilefni vill Persónuvernd árétta þær reglur sem gilda um slíka birtingu.

Lesa meira

Aðild Öldrunarheimila Akureyrar að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi fyrir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi - 10.7.2014

Sjúkrahúsið á Akureyri, f.h. heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, tilkynnti Persónuvernd um að Öldrunarheimili Akureyrar hefðu óskað eftir því að rafrænt sjúkraskrárkerfi þeirra yrði hluti af sameiginlegu sjúkraskrárkerfi fyrir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi. Persónuvernd gerði ekki, eins og á stóð, athugasemdir við slíkt, þ.e. að Öldrunarheimili Akureyrar gengu inn í umræddan samning og gerðust þar með aðilar að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Álit 29. gr. starfshópsins um eftirlit leyniþjónustustofnana - 1.8.2014

Hinn 10. apríl sl. samþykkti 29. gr. starfshópurinn álit hvað varðar eftirlit leyniþjónustustofnana. Í álitinu kemur m.a. fram að leynilegt, viðamikið og tilviljunarkennt eftirlit samrýmist ekki grundvallarlagareglum og verði ekki réttlætt með vísan til baráttu gegn hryðjuverkum og öðrum alvarlegum ógnum við þjóðaröryggi. Skerðingar á grunnréttindum borgaranna komi því aðeins til greina að brýn nauðsyn krefjist þeirra í lýðræðisþjóðfélagi og að meðalhófs sé gætt. Auk þess kemur fram af hálfu starfshópsins að Evrópureglur um vernd persónuupplýsinga heimili ekki víðtæka miðlun persónuupplýsinga til nota við slíkt eftirlit sem hér um ræðir. Lögð er á það áhersla að tillögur að nýrri persónuverndarlöggjöf ESB öðlist gildi og að sem fyrst hefjist viðræður um alþjóðasamning um vernd persónuupplýsinga.
Lesa meira

Hvernig komið er í veg fyrir að Facebook deili upplýsingum um sögu netvafurs í auglýsingaskyni - leiðbeiningar. - 27.6.2014

Leiðbeiningar Persónuverndar um það hvernig notendur Facebook geta komið í veg fyrir að fyrirtækið deili upplýsingum um sögu netvafurs þeirra (e. browsing history), þ.e. upplýsingum um netvafur innan samfélagsmiðilsins og utan hans, með þriðju aðilum. Leiðbeiningarnar ná bæði til tölva, snjallsíma og spjaldtölva.
Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS