Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökurita.

Efst á baugi

Tæknibylting - er von fyrir persónuvernd? - 28.1.2017

Í dag er hinn evrópski persónuverndardagur. Af því tilefni ritaði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, grein í Morgunblaðið þar sem vakin er athygli á stöðu persónuverndarmála í miðri tæknibyltingu upplýsingasamfélagsins. Greinin birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 28. janúar 2017.
Lesa meira

Leikföng sem tengjast Netinu brjóta gegn réttindum barna - 20.12.2016

Norska neytendastofnunin (n. Forbrukerrådet) tók nýverið til skoðunar notendaskilmála og tæknilega eiginleika tiltekinna leikfanga sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast Netinu (e. Internet-connected toys). Niðurstaða stofnunarinnar var sú að leikföngin uppfylltu ekki evrópskar kröfur um neytendavernd, öryggi og persónuvernd.
Lesa meira

Álit um skrár landlæknis - 25.11.2016

Persónuvernd hefur veitt álit í máli af tilefni kröfu Embættis landlæknis um að sjálfstætt starfandi sérfræðingar sendi því upplýsingar um sjúklinga sína til skráningar í samskiptaskrá sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Í álitinu er meðal annars lýst þeirri afstöðu að tilefni kunni að vera til að fara yfir löggjöf um persónugreinanlegar skrár embættisins. Þá segir að í því sambandi megi skoða hvort ástæða sé til að lögfesta sérstakan andmælarétt í tengslum við skrárnar, sem og hversu víðtækur hann skuli þá vera, þ. á m. til hvaða upplýsinga og skráa hann taki.
Lesa meira

Uppfletting í sjúkraskrá - 11.11.2016

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun í máli vegna uppflettinga læknis á Landspítala í sjúkraskrá fyrrverandi eiginkonu sinnar. Kemst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að í málinu standi orð gegn orði og henni séu ekki búin úrræði að lögum til að rannsaka málið frekar. Hins vegar er lagt fyrir Landspítalann að setja sér verklagsreglur um aðgang heilbrigðisstarfsmanna að sjúkraskrám þeirra sem eru eða hafa verið nánir aðstandendur starfsmanns.
Lesa meira

Miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga úr lögregluskýrslu - 7.11.2016

Persónuvernd hefur kveðið upp tvo úrskurði og tekið eina ákvörðun vegna miðlunar viðkvæmra persónuupplýsinga úr lögregluskýrslu.
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Leiðbeiningar til ríkisstofnana um notkun á tölvuskýjalausnum - 25.11.2016

Fjármála- og efnahagsráðuneytið í samstarfi við Persónuvernd og Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, hefur tekið saman gátlista um hverju opinberar stofnanir þurfi að huga að áður en tekin er ákvörðun um notkun tölvuskýja.

Lesa meira

Dómur Evrópudómstólsins um breytilegar IP-tölur - 17.11.2016

Með dómi Evrópudómstólsins, dags. 19. október 2016, í máli nr. 582/14 (Breyer gegn þýska ríkinu) var staðfest að breytilegar IP-tölur (e. dynamic IP address) falli undir skilgreiningu á persónuupplýsingum í skilningi tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga.
Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS