Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Miðlun persónuupplýsinga frá Tryggingamiðstöðinni - 25.10.2016

Persónuvernd hefur úrskurðað um að miðlun persónuupplýsinga frá Tryggingamiðstöðinni til þriðja aðila hafi ekki verið í samræmi við lög nr. 77/2000.
Lesa meira

Bréfsending í merktu umslagi - 25.10.2016

Persónuvernd hefur úrskurðað um að bréfasending Tryggingastofnunar ríkisins í merktu umslagi stofnunarinnar hafi samrýmst lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Lesa meira

Skráning nauðungarsölubeiðni á vanskilaskrá - 21.10.2016

Persónuvernd hefur úrskurðað um að skráning Creditinfo Lánstraust hf. á nauðungarsölubeiðni hafi verið heimil.
Lesa meira

Notkun fasteignasölu á ljósmyndum af íbúð - 21.10.2016

Persónuvernd hefur úrskurðað um að notkun fasteignasölu á ljósmyndum af íbúð sem teknar voru þegar kvartandi bjó í þar hafi farið í bága við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Lesa meira

Sölusímtal á vegum tryggingafyrirtækis - 13.10.2016

Persónuvernd hefur úrskurðað um að sölusímtal Tryggingamiðstöðvarinnar til kvartanda hafi farið í bága við ákvæði persónuverndarlaga um bann við vinnslu persónuupplýsinga í markaðssetningarskyni. Kvartandi var skráður í bannskrá Þjóðskrár Íslands. Þá var lagt fyrir Tryggingamiðstöðina að senda Persónuvernd lýsingu á ráðstöfunum sem tryggja að farið sé að framangreindu ákvæði.
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Nýjar persónuverndarreglur 2018 - hvað þýðir það fyrir þig og þína starfsemi? - 26.9.2016

Persónuvernd boðar til málstofu um nýjar reglur á sviði persónuverndar sem munu taka gildi árið 2018. Hið nýja regluverk markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Um er að ræða umfangsmestu endurbætur á löggjöfinni sem gerðar hafa verið í rúma tvo áratugi.


Skráning fer fram á postur[hja]personuvernd.is en aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar má nálgast í auglýsingu Persónuverndar.

Lesa meira

Þátttaka í Schengen-úttekt á Grikklandi - 13.6.2016

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar var skipaður í úttektarnefnd á vegum Evrópusambandsins og aðildarríkja Schengen-samstarfsins.
Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS