Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Miðlun upplýsinga um umdeilda skuld - 2.9.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað að miðlun banka á upplýsingum um umdeilda skuld til skráningar í vanskilaskrá hafi ekki verið í samræmi við lög nr. 77/2000. Telur Persónuvernd að ráðstafanir starfsleyfishafa hafi aftur á móti verið í samræmi við starfsleyfi Persónuverndar, en skráningin var tekin út þegar ljóst var að skuldin væri umdeild.
Lesa meira

Meðferð tölvupósts eftir starfslok og birting mynda á samfélagsmiðli - 2.9.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað að meðferð vinnuveitanda á tölvupósthólfum fyrrverandi starfsmanna hafi ekki verið í samræmi við lög nr. 77/2000. Lagt er fyrir ábyrgðaraðila vinnslunnar að staðfesta með skriflegum hætti að pósthólfum kvartenda hafi verið lokað og  kvartendum gefinn kostur á að yfirfara pósthólfin, og eftir atvikum eyða eða áframsenda einkatölvupóst. Þeim hlutum kvörtunarinnar er lúta að opnun einkatölvupósts og birtingu mynda á samfélagsmiðli er vísað frá.
Lesa meira

Miðlun netfangs með tölvupósti - 2.9.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað að tölvupóstur, sem birti netfang kvartanda fyrir öðrum á sama póstlista, hafi verið sendur til að gæta lögmætra hagsmuna viðtakenda hans. Hins vegar samrýmist það betur vönduðum vinnsluháttum að netföng séu höfð í blindafriti í slíkum tölvupóstum.
Lesa meira

Almenn fyrirmæli vegna vísindarannsókna ÍE - 28.7.2015

Persónuvernd hefur gefið út almenn fyrirmæli um verklag við vinnslu persónuupplýsinga í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði  hjá Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE). Í fyrirmælunum er meðal annars að finna umfjöllun um dulkóðun persónuauðkenna, sem og rúnnun á öðrum breytum í því skyni að koma í veg fyrir að þeir sem vinna með gögn hjá ÍE geti greint tiltekna einstaklinga. Þá er meðal annars að finna umfjöllun um rétt manna til þess að andmæla því að gögn um sig séu varðveitt til frambúðar hjá ÍE.
Lesa meira

Álit um gagnamóttöku sérfræðingateymis - 3.7.2015

Persónuvernd hefur veitt velferðarráðuneytinu álit um miðlun persónuupplýsinga um börn frá sveitarfélögum og/eða barnaverndarnefndum til sérfræðingateymis um þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir. Í álitinu kemur m.a. fram að þó svo að forsjáraðili barns hafi veitt upplýst samþykki telji stofnunin að slík heimild ein og sér geti ekki talist fullnægjandi þar sem hvergi sé að finna heimildir í lögum til öflunar og úrvinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga um umræddan hóp barna. Með vísan til þess telji stofnunin að miðlun upplýsinganna frá sveitarfélögum og/eða barnaverndarnefndum, sem og eftirfarandi vinnsla persónuupplýsinga, samrýmist ekki lögum um persónuvernd.
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Nýr forstjóri - 2.9.2015

Þann 1. september 2015 tók Helga Þórisdóttir við embætti forstjóra Persónuverndar. Helga var skipuð í embættið af Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, þann 1. júní sl.
Lesa meira

Staða lögfræðings laus til umsóknar - 21.8.2015

Laus er til umsóknar staða lögfræðings hjá Persónuvernd. Um er að ræða fullt starf og umsóknarfrestur er til og með 14. september nk. Frekari upplýsingar um starfið og menntunar- og hæfniskröfur má nálgast hér.
Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS