Heilsufarsupplýsingar

Aðgangur að sjúkraskrám í þágu vísindarannsókna er háður leyfi Persónuverndar.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Notkun áhættumats hjá banka - 17.10.2014

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun um að  ráðgerðar samkeyrslur hjá lánshæfisfyrirtæki og skráning niðurstaðna úr þeim hjá banka samrýmist ekki persónuverndarlögum.
Lesa meira

Miðlun persónuupplýsinga úr eineltisskýrslu - 17.10.2014

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun um að miðlun persónuupplýsinga um tiltekna einstaklinga frá móður stúlku, sem varð fyrir einelti af hálfu kennara, til annarra starsfmanna skólans, hafi ekki farið í bága við persónuverndarlög.
Lesa meira

Beiðni um aðgang að upplýsingum hjá skiptinemasamtökum - 10.10.2014

Persónuvernd hefur úskurðað um að verklagsreglur skiptinemasamtaka um afhendingu upplýsinga samrýmist persónuverndarlögum. Þá var það niðurstaða stofnunarinnar að samtökunum bæri að veita ólögráða einstaklingi aðgang að upplýsingum um sig, óskaði hann þess, en umræddur einstaklingur er á 18. aldursári. Einnig taldi stofnunin að veita bæri foreldrum viðkomandi einstaklings vitneskju um upplýsingar um sig. 
Lesa meira

Miðlun Landspítala til landlæknis vegna rannsóknar á læknamistökum - 10.10.2014

Persónuvernd hefur úrskurðað um að miðlun Landspítala til landlæknis á upplýsingum um einstakling vegna rannsóknar hans á tilteknum læknisaðgerðum hafi ekki farið í bága við persónuverndarlög.
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Bilun í tilkynningakerfi hefur verið lagfærð - 9.10.2014

Þann 8. október sl. kom upp bilun í tilkynningakerfi Persónuverndar. Um var að ræða bilun hjá hýsingaraðila kerfisins sem hefur nú verið lagfærð. Stofnunin biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu hlaust.

Álit 29. gr. starfshópsins um eftirlit leyniþjónustustofnana - 1.8.2014

Hinn 10. apríl sl. samþykkti 29. gr. starfshópurinn álit hvað varðar eftirlit leyniþjónustustofnana. Í álitinu kemur m.a. fram að leynilegt, viðamikið og tilviljunarkennt eftirlit samrýmist ekki grundvallarlagareglum og verði ekki réttlætt með vísan til baráttu gegn hryðjuverkum og öðrum alvarlegum ógnum við þjóðaröryggi. Skerðingar á grunnréttindum borgaranna komi því aðeins til greina að brýn nauðsyn krefjist þeirra í lýðræðisþjóðfélagi og að meðalhófs sé gætt. Auk þess kemur fram af hálfu starfshópsins að Evrópureglur um vernd persónuupplýsinga heimili ekki víðtæka miðlun persónuupplýsinga til nota við slíkt eftirlit sem hér um ræðir. Lögð er á það áhersla að tillögur að nýrri persónuverndarlöggjöf ESB öðlist gildi og að sem fyrst hefjist viðræður um alþjóðasamning um vernd persónuupplýsinga.
Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS