Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Almenn fyrirmæli vegna vísindarannsókna ÍE - 28.7.2015

Persónuvernd hefur gefið út almenn fyrirmæli um verklag við vinnslu persónuupplýsinga í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði  hjá Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE). Í fyrirmælunum er meðal annars að finna umfjöllun um dulkóðun persónuauðkenna, sem og rúnnun á öðrum breytum í því skyni að koma í veg fyrir að þeir sem vinna með gögn hjá ÍE geti greint tiltekna einstaklinga. Þá er meðal annars að finna umfjöllun um rétt manna til þess að andmæla því að gögn um sig séu varðveitt til frambúðar hjá ÍE.
Lesa meira

Álit um gagnamóttöku sérfræðingateymis - 3.7.2015

Persónuvernd hefur veitt velferðarráðuneytinu álit um miðlun persónuupplýsinga um börn frá sveitarfélögum og/eða barnaverndarnefndum til sérfræðingateymis um þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir. Í álitinu kemur m.a. fram að þó svo að forsjáraðili barns hafi veitt upplýst samþykki telji stofnunin að slík heimild ein og sér geti ekki talist fullnægjandi þar sem hvergi sé að finna heimildir í lögum til öflunar og úrvinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga um umræddan hóp barna. Með vísan til þess telji stofnunin að miðlun upplýsinganna frá sveitarfélögum og/eða barnaverndarnefndum, sem og eftirfarandi vinnsla persónuupplýsinga, samrýmist ekki lögum um persónuvernd.
Lesa meira

Vinnsla persónuuplýsinga í greinargerð um einelti - 3.7.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla sveitarfélags á persónuupplýsingum um kvartanda í greinargerð um eineltismál hafi verið heimil. Hins vegar hafi miðlun yfirmanns kvartanda, á persónuupplýsingum um hana til samstarfsmanna hennar, farið í bága við lög um persónuvernd.
Lesa meira

Símhringingar stúdentahreyfinga vegna kosninga - 3.7.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað að símhringingar Vöku og Röskvu hafi ekki samrýmst ákvæði 2. mgr. 28. gr. laga nr. 77/2000, enda sé kvartandi skráður á bannskrá þjóðskrár. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að stofnunin muni hefja frumkvæðismál til að kanna nánar vinnslu persónuupplýsinga hjá Nemendaskrá.
Lesa meira

Ósk um vitneskju um tilkynnanda - 12.6.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað að starfsmaður Strætó bs. eigi ekki rétt á vitneskju um nafn einstaklings sem sendi inn ábendingu í tengslum við þjónustu fyrirtækisins.
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Persónuvernd lokar á hádegi 19. júní 2015 vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna - 9.6.2015

Að tillögu framkvæmdanefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna 2015 samþykkti ríkisstjórnin að hvetja vinnuveitendur, jafnt á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum, til þess að gefa starfsmönnum frí eftir hádegi föstudaginn 19. júní, að því marki sem kostur er, svo þeir megi taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum sem þá eru áformuð.

Skrifstofa Persónuverndar verður því lokuð frá kl. 12.00 föstudaginn 19. júní næstkomandi.
Lesa meira

Helga Þórisdóttir skipuð forstjóri Persónuverndar - 2.6.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Helgu Þórisdóttur, staðgengil forstjóra og sviðsstjóra lögfræðisviðs Lyfjastofnunar, í embætti forstjóra Persónuverndar. Tekur Helga við embættinu 1. september næstkomandi.
Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS