Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Spurningalisti í tengslum við samræmd próf - 8.4.2015

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Námsmatsstofnun hafi verið óheimilt að leggja fyrir börn í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla spurningalista sem varðaði annars vegar upplifun barnanna af prófinu og hins vegar líðan þeirra í skóla almennt. Lagt var fyrir stofnunina að eyða þeim upplýsingum sem safnað var með listanum.
Lesa meira

Frumvarp til breytinga á lögum um Schengen-upplýsingakerfið - 8.4.2015

Persónuvernd hefur veitt umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi. Í umsögninni er lagt til að orðalagi b-liðar 5. gr. frumvarpsins verði breytt þannig að ljóst sé að athugasemdir og fyrirmæli stofnunarinnar séu bindandi fyrir ríkislögreglustjóra.
Lesa meira

Sending smáskilaboða frá innheimtufyrirtæki - 8.4.2015

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að innheimtufyrirtæki hafi verið heimilt að senda kvartanda smáskilaboð til að minna á vanskil.
Lesa meira

Miðlun upplýsinga um lífeyrisréttindi - 8.4.2015

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að miðlun persónuupplýsinga frá tryggingarmiðlun til þjónustuaðila þess hafi verið í samræmi við lög nr. 77/2000.
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Persónuvernd fyrirmyndarstofnun 2015 - 11.5.2015

Persónuvernd hlaut þriðju hæstu einkunn sem stofnun ársins 2015, í flokki lítilla stofnanna, í starfsánægjukönnun SFR stéttarfélags. Fær stofnunin af þeim sökum nafnbótina Fyrirmyndarstofnun 2015.

Lesa meira

Staða forstjóra Persónuverndar laus til umsóknar - 10.4.2015

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst stöðu forstjóra Persónuverndar lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2015. Upplýsingar um starfið veitir Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri innanríkisráðuneytisins.

Þá hefur innanríkisráðuneytið sett Ölmu Tryggvadóttur, lögfræðing, sem forstjóra Persónuverndar frá og með 1. apríl 2015 til og með 31. júlí 2015.

Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS