Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Miðlun persónuupplýsinga frá starfsendurhæfingarsjóði til lífeyrissjóða - 26.2.2015

Persónuvernd hefur veitt álit um að fyrirhuguð meðferð persónuupplýsinga hjá starfsendurhæfingarsjóði geti ekki talist fullnægja þeim kröfum sem persónuverndarlög gera.
Lesa meira

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um Þjóðskrá Íslands - 26.2.2015

Persónuvernd hefur veitt innanríkisráðuneyti umsögn um drög að frumvarpi til laga um Þjóðskrá Íslands. Telur stofnunin m.a. að bæta þurfi við frumvarpið ítarlegri ákvæðum um notkun kennitölu og um notkun þjóðskrár í markaðssetningartilgangi. Einnig gerir stofnunin athugasemdir við ákvæði frumvarpsins um afhendingu upplýsinga úr þjóðskrá. Þá bendir Persónuvernd á að í frumvarpið vanti almenna tilvísun til persónuverndarlaga.

Lesa meira

Uppfletting í afskriftalista - 9.2.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað að fjármálastofnun hafi verið óheimilt að fletta upp nafni manns í afskriftalista þegar sambýliskona hans sótti um yfirtöku á bílaláni.

Lesa meira

Miðlun í skuldastöðukerfi - 9.2.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað að fjármálastofnun hafi verið óheimilt að miðla upplýsingum um fyrndar kröfur í skuldastöðukerfi Creditinfo-Lánstrausts hf. Um var að ræða kröfur í bú sem tekið hafði verið til gjaldþrotaskipta.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Tilkynningarkerfi komið í lag - 6.2.2015

Tilkynningarkerfi Persónuverndar er komið í lag en það hefur legið niðri vegna bilunar. Stofnunin biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að hafa orðið.
Lesa meira

Málafjöldi á árinu 2014 - 3.2.2015

Árið 2014 var ekki frábrugðið fyrri árum að því er varðar innsend erindi en málafjöldi stofnunarinnar hefur stöðugt aukist síðustu ár. Aukning nýskráðra mála á árinu 2014 var 8,5% frá fyrra ári. Ný skráð mál á árinu 2014 voru samtals 1.778 en á árinu voru einnig til afgreiðslu 230 óafgreidd erindi frá fyrra ári. Alls hafði stofnunin því til meðferðar 2.008 mál. Þar af höfðu 1.801 mál verið afgreidd við árslok.

Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS