Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Fundur norrænna persónuverndarstofnana í Reykjavík - 10.5.2016

Árlegur fundur norrænna persónuverndarstofnana verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík dagana 11.-12. maí n.k. Fundurinn er liður í samstarfi norrænna þjóða á sviði persónuverndar. Forstjórar norrænu persónuverndarstofnananna sækja fundinn ásamt lögfræðingum, eftirlitsmönnum og upplýsingatæknisérfræðingum hverrar stofnunar. Helstu umræðuefni fundarins þetta árið verða innleiðing nýrrar Evrópureglugerðar á sviði persónuverndar, persónuvernd í atvinnulífinu og vinnsla persónuupplýsinga hjá fjárhagsupplýsingastofum.
Lesa meira

Umfangsmiklar endurbætur á persónuverndarlöggjöf Evrópu samþykktar - 14.4.2016

Í fréttatilkynningu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í dag, 14. apríl 2016, kemur fram að ný evrópsk persónuverndarlöggjöf hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu í dag. Evrópuráðið afgreiddi löggjöfina fyrir sitt leyti 8. apríl 2016. Formleg undirritun af forsetum bæði Evrópuþingsins og Evrópuráðsins þarf hins vegar að koma til svo löggjöfin sé formlega samþykkt.
Lesa meira

Hljóðupptökur á húsfundi - 14.4.2016

Persónuvernd hefur úrskurðað að hljóðupptökur á húsfundum hafi ekki samrýmst ákvæðum laga nr. 77/2000.
Lesa meira

Uppfletting Securitas í vanskilaskrá - 14.4.2016

Persónuvernd hefur úrskurðað um að uppfletting Securitas á upplýsingum um einstakling í vanskilaskrá hafi ekki samrýmst lögum nr. 77/2000. Þá var því beint til Securitas að senda Persónuvernd skriflega lýsingu á því hvernig tryggt yrði framvegis að uppflettingar í skránni samrýmdust lögum.
Lesa meira

Yfirlýsing 29. gr. vinnuhóps vegna EU-US Privacy Shield viðræðna - 13.4.2016

Vinnuhópur samkvæmt 29. gr. persónuverndartilskipunarinnar nr. 95/46/EB, sem skipaður er fulltrúum evrópskra persónuverndarstofnana og gegnir samræmingar- og ráðgjafarhlutverki á sviði persónuverndar í Evrópu, gaf í dag út yfirlýsingu um afstöðu sína til viðræðna bandarískra stjórnvalda og Evrópusambandsins um EU-US Privacy Shield.
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Forstjóri Persónuverndar í föstudagsviðtali Fréttablaðsins - 10.5.2016

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, var í föstudagsviðtali Fréttablaðsins þann 6. maí síðast liðinn. Í viðtalinu fór Helga yfir þær ógnir sem steðja að friðhelgi einkalífs einstaklinga með tilkomu nýrrar tækni. Einnig fór Helga yfir þau áhrif sem ný persónuverndarlöggjöf mun hafa á réttindi einstaklinga á þessu sviði, sem og áhrif sem verða á starfsemi fyrirtækja.
Lesa meira

Málstofa um persónuvernd á Lagadeginum 2016 - 29.4.2016

Lagadagurinn var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 15. apríl síðastliðinn. Lagadagurinn er haldinn árlega í samstarfi Lögmannafélags Íslands, Lögfræðingafélags Íslands og Dómarafélags Íslands. Að þessu sinni var ein af málstofum Lagadagsins tileinkuð persónuvernd. Málstofan einblíndi á persónuvernd á tímum tæknibyltingar með sérstakri áherslu á breytingar á skyldum og ábyrgð fyrirtækja með tilkomu nýrrar evrópulöggjafar á sviði persónuverndar.
Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS