Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Frávísun máls um meinta fölsun á umboði - 24.11.2015

Persónuvernd hefur vísað frá máli um meinta fölsun á umboði á þeim grundvelli að úrlausn málsins heyri ekki undir stofnunina heldur dómstóla. Þá er kvartanda í málinu leiðbeint um að leita til lögreglu vegna meintrar, refsiverðrar háttsemi.
Lesa meira

Vinnsla upplýsinga um símtöl starfsmanna - 23.11.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað að Vodafone hafi verið heimilt að senda Hafnarfjarðarbær tilteknar upplýsingar um símtöl starfsmanna bæjarins, sem og að bænum hafi eftirfarandi vinnsla upplýsinganna heimil. Hins vegar hafi bærinn ekki veitt viðkomandi starfsmönnum sínum fullnægjandi fræðslu um vinnsluna.
Lesa meira

Rafræn vöktun við atvinnuhúsnæði - 19.11.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað að rafræn vöktun við bifreiðaverkstæði án samþykkis sameiganda að fasteign hafi ekki samrýmst lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Lesa meira

Notkun RAI-matsupplýsinga við afgreiðslu umsókna um þjónustuíbúðir - 19.11.2015

Persónuvernd hefur gefið út álit um að óheimilt sé að veita Félagslegri heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg aðgang að RAI-matsupplýsingum frá Heimahjúkrun í Reykjavík svo að upplýsingarnar megi nýta við afgreiðslu umsókna um þjónustuíbúðir.
Lesa meira

Beiðni um upplýsingar vegna umsóknar um sérstakar húsaleigubætur - 17.11.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað að beiðni sveitarfélags um að umsækjandi um sérstakar húsaleigubætur afhendi afrit af færslum á bankareikningi, þar sem fram koma upplýsingar um dagleg útgjöld, hafi ekki samrýmst lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Upplýsingar til hlutaðeigandi fyrirtækja um safe-harbour-dóm Evrópudómstólsins  - 11.11.2015

Upplýsingar til hlutaðeigandi fyrirtækja um safe-harbour-dóm Evrópudómstólsins í máli C-362/14 og afleiðingar þess að safe-harbour-ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er dæmd ólögmæt
Lesa meira

Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um öruggar hafnir dæmd ógild af Evrópudómstólnum - 7.10.2015

Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um öruggar hafnir sé ógild. Á grundvelli ákvörðunarinnar hefur fyrirtækjum í Evrópu verið talið heimilt að flytja persónuupplýsingar til fyrirtækja í Bandaríkjunum sem teljast s.k. öruggar hafnir.

Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur





RSS