Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökusírita.

Efst á baugi

Endurnýjun starfsleyfa - 14.1.2015

Persónuvernd hefur gefið út ný starfsleyfi handa Creditinfo Lánstrausti hf., annars vegar til vinnslu fjárhagsupplýsinga um einstaklinga og hins vegar til vinnslu fjárhagsupplýsinga um lögaðila. Starfsleyfi til vinnslu fjárhagsupplýsinga um einstaklinga gildir út árið 2015 en starfsleyfi vegna lögaðila gildir til loka árs 2016.
Lesa meira

Listi yfir meðmælendur framboða til sveitarstjórnarkosninga - 6.1.2015

Persónuvernd hefur veitt álit um að miðlun persónuupplýsinga um meðmælendur einstakra framboða til sveitarstjórnarkosninga hafi ekki verið í samræmi við lög nr. 77/2000 og að slíkar yfirlýsingar, um stuðning við tiltekinn framboðslista til kosninga til sveitarstjórna, feli í sér upplýsingar um stjórnmálaskoðanir og innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá hefur Persónuvernd einnig úrskurðað um að birting fyrrnefndra upplýsinga á netinu hafi verið óheimil.
Lesa meira

Varðveisla upplýsinga hjá Vodafone - 5.1.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað í tveimur málum um það hvort Vodafone hafi verið heimil varðveisla tiltekinna upplýsinga. Í öðrum úrskurðinum er komist að þeirri niðurstöðu að varðveisla kennitölu og netfangs kvartanda í málinu hafi verið heimil. Í hinum úrskurðinum er komist að þeirri niðurstöðu að varðveita hafi mátt kenntölu kvartanda en að varðveisla lykilorðs hafi verið óheimil.
Lesa meira

Lífsýnasöfnun Íslenskrar erfðagreiningar ehf. - 5.1.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað í þremur málum varðandi öflun Íslenskrar erfðagreiningar ehf. á lífsýnum frá einstaklingum sem boðin var þátttaka í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins á sviði mannerfðafræði.
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Málþing um rafræna vöktun á evrópska persónuverndardaginn, miðvikudag 28. janúar 2015 - 22.1.2015

Persónuvernd, í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, efnir til málþings á evrópskra persónuverndardaginn. Málþingið verður haldið í sal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu, miðvikudaginn 28. janúar nk. og hefst klukkan 13.30 og er opið öllum.

Hér má finna nánari upplýsingar um dagskrá málþingsins.

Lesa meira

Breyting á fyrirspurnartíma - 19.1.2015

Persónuvernd hefur breytt fyrirspurnatíma sínum en nú svara lögfræðingar stofnunarinnar fyrirspurnum í síma á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum milli kl. 10-12.
Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS