Fréttir
Stefna frumkvæðiseftirlits fyrir árið 2024
Persónuvernd hefur ákveðið að árið 2024 verði frumkvæðiseftirliti stofnunarinnar beint að vinnslu persónuupplýsinga í eftirfarandi forgangsröð:
- Vinnsla persónuupplýsinga í snjalllausnum/hugbúnaðarkerfum fjármálafyrirtækja.
- Vinnsla persónuupplýsinga í snjalllausnum/hugbúnaðarkerfum vátryggingafélaga.
- Vinnsla persónuupplýsinga í snjalllausnum/hugbúnaðarkerfum þjónustufyrirtækja.
- Vinnsla persónuupplýsinga á sviði fjártækni.
- Gerð persónusniða og örnálgun (e. microtargeting).
- Vinnsla persónuupplýsinga á sviði heilbrigðistækni.
Ákvörðun um framangreinda forgangsröð byggist á yfirferð yfir þau mál sem hafa verið til skoðunar hjá Persónuvernd, sem og á áherslum stofnunarinnar síðustu ár.
Þessi stefna útilokar ekki að frumkvæðiseftirliti stofnunarinnar verði beint að annars konar vinnslu ef upp koma mál sem Persónuvernd telur að bregðast þurfi við.