Fréttir

Fyrirsagnalisti

3.11.2023 : Breytingar á afgreiðslu kvartana hjá Persónuvernd

Nýverið voru gerðar breytingar á persónuverndarlögum í því skyni að einfalda meðferð kvörtunarmála hjá Persónuvernd. Breytingunum er ætlað að draga úr verkefnaálagi hjá stofnuninni og samhliða því stytta málsmeðferðartíma og auka skilvirkni við afgreiðslu mála.

Kvartanir verða framvegis afgreiddar með fjölbreyttari hætti en verið hefur. Metið verður í hverju tilviki fyrir sig hvort kvörtun verður tekin til rannsóknar og úrskurðar eða hvort leyst verður úr henni með einfaldari hætti. Þá getur Persónuvernd nú hafnað því að taka kvörtun til meðferðar, svo sem ef litlar líkur eru á broti eða ef áður hefur verið leyst úr sama álitaefni.  

30.10.2023 : Heimsókn til systurstofnunar Persónuverndar á Ítalíu

Dagana 26.-27. október sótti starfsfólk Persónuverndar tveggja daga fræðslufund hjá ítölsku persónuverndarstofnuninni í Róm. Á dagskránni var meðal annars umfjöllun um nýleg mál tengd ChatGPT, Replika, TikTok og SeeSaw auk þess sem persónuvernd barna var í forgrunni. 

24.10.2023 : Í tilefni af alþjóðlegum netöryggismánuði - Hollráð vegna gagnagíslatöku

Persónuvernd berast reglulega tilkynningar um öryggisbresti vegna gagnagíslatöku og hefur þess háttar tilkynningum fjölgað síðastliðið ár. Gagnagíslataka er árás þar sem óviðkomandi kemst yfir aðgang að tölvukerfi, dulkóðar skrár og krefst lausnargjalds fyrir að afhenda þær aftur.

Síða 3 af 52


Var efnið hjálplegt? Nei