Úrlausnir

Ábendingarhnappur TR

6.3.2015

Persónuvernd hefur úrskurðað í tveimur málum af tilefni kvartana yfir hnappi á vefsíðu Tryggingastofnunar Íslands (TR) fyrir tilkynningar um meint bótasvik. Er niðurstaða Persónuverndar sú að fyrirkomulag hnappsins samrýmist ekki lögum nr. 77/2000.

Persónuvernd hefur úrskurðað í tveimur málum af tilefni kvartana yfir hnappi á vefsíðu Tryggingastofnunar Íslands (TR) fyrir tilkynningar um meint bótasvik. Er niðurstaða Persónuverndar sú að fyrirkomulag hnappsins samrýmist ekki lögum nr. 77/2000.

 

Eftirfarandi eru útdrættir úr fyrrnefndum málum:

 

Úrskurður í máli nr. 2014/1068, dags. 25. febrúar 2015

Persónuvernd hefur úrskurðað í máli af tilefni kvörtunar yfir hnappi á vefsíðu Tryggingastofnunar Íslands (TR) fyrir tilkynningar um meint bótasvik.

Við úrlausn málsins leit Persónuvernd til þess að sendandi tilkynningar þurfti ekki að fylla út reiti, þar sem óskað var nafns hans og netfangs, til að senda inn tilkynninguna. Þá er í úrskurðinum bent á ákvæði 18. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, en í 3. tölul. 1. mgr. þeirrar greinar er mælt fyrir um rétt hins skráða til að fá vitneskju um það, sbr. þó undantekningar í 19. gr. laganna, um hvaðan upplýsingar um hann koma. Segir að áðurnefnt fyrirkomulag við móttöku ábendinga girði fyrir fyrir að hinn skráði geti notið réttinda samkvæmt áðurnefndu ákvæði 18. gr. laga nr. 77/2000.

Í ljósi framangreinds komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem í móttöku ábendinganna felst, færi í bága við lögin. Með vísan til þess er í úrskurðinum lagt fyrir TR að láta af móttöku nafnlausra ábendingu frá og með móttöku úrskurðarins. Þá er lagt fyrir TR að senda Persónuvernd lýsingu á því eigi síðar en 1. apríl 2015 hvernig tryggt verði að upplýsingaöflun, sem fram fer með öflun ábendinga sem auðkenndar eru með nafni, lúti að atriðum sem fellur undir verksvið stofnunarinnar að hafa eftirlit með, en af hálfu kvartanda hafði komið fram að ábendingar gætu lotið að atriðum sem heyra undir aðrar stofnanir en TR.

Úrskurð Persónuverndar í máli nr. 2014/1068, dags. 25. febrúar 2015, má nálgast í heild sinni hér.

 

Úrskurður í máli nr. 2014/832, dags. 25. febrúar 2015

Persónuvernd hefur úrskurðað í máli af tilefni kvörtunar yfir hnappi á vefsíðu TR fyrir tilkynningar um meint bótasvik. Kvörtunin laut m.a. að því að TR hafði móttekið nafnlausa ábendingu um að kvartandi ætti ekki lögheimili á Íslandi. Stofnunin taldi að ábendingin heyrði ekki undir verksvið TR og var hún því áframsend til Þjóðskrár Íslands, sem hefur eftirlit með skráningu lögheimilis. Síðar kom í ljós að ábendingin átti ekki við rök að styðjast.

Við úrlausn málsins leit Persónuvernd til þess að sendandi tilkynningar þurfti ekki að fylla út reiti, þar sem óskað var nafns hans og netfangs, til að senda inn tilkynninguna. Þá er í úrskurðinum bent á ákvæði 18. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, en í 3. tölul. 1. mgr. þeirrar greinar er mælt fyrir um rétt hins skráða til að fá vitneskju um það, sbr. þó undantekningar í 19. gr. laganna, um hvaðan upplýsingar um hann koma. Segir að áðurnefnt fyrirkomulag við móttöku ábendinga girði fyrir fyrir að hinn skráði geti notið réttinda samkvæmt áðurnefndu ákvæði 18. gr. laga nr. 77/2000.

Í ljósi framangreinds komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem í móttöku ábendinganna felst, færi í bága við lögin. Með vísan til þess er í úrskurðinum lagt fyrir TR að láta af móttöku nafnlausra ábendingu frá og með móttöku úrskurðarins. Þá er lagt fyrir TR að senda Persónuvernd lýsingu á því eigi síðar en 1. apríl 2015 hvernig tryggt verði að upplýsingaöflun, sem fram fer með öflun ábendinga sem auðkenndar eru með nafni, lúti að atriðum sem fellur undir verksvið stofnunarinnar að hafa eftirlit með, en af hálfu kvartanda hafði komið fram að ábendingar gætu lotið að atriðum sem heyra undir aðrar stofnanir en TR.

Úrskurð Persónuverndar í máli nr. 2014/832, dags. 25. febrúar 2015, má nálgast í heild sinni hér.



Var efnið hjálplegt? Nei