Nafnlausar ábendingar til Fiskistofu

Persónuvernd hefur svarað fyrirspurn frá Fiskistofu um móttöku nafnlausra ábendinga beint af heimasíðu stofunnar.

Persónuvernd hefur svarað fyrirspurn frá Fiskistofu um móttöku og vinnslu nafnlausra ábendinga beint af heimasíðu stofunnar. Í niðurlagi svars Persónuverndar segir:

"Í ljósi alls sem að framan er rakið, og þeirrar hættu sem því getur fylgt fyrir grundvallarréttindi skráðra einstaklinga ef komið verður upp kerfi sem auðvelt er að misnota, er Fiskistofu leiðbeint um að rækja hlutverk sitt með öðrum aðferðum en þeim að setja á heimasíðu sína skilaboð sem hvetja menn til að eiga við hana nafnlaus samskipti."

Í svarinu er m.a. vísað í álit umboðsmanns og til álits ráðgjafarhóps Evrópusambandsins um túlkun reglna um persónuvernd.

Svar Persónuverndar.

 



Var efnið hjálplegt? Nei