Aðgangur læknanema að rafrænum sjúkraskrám á Landspítala Háskólasjúkrahúsi

Á fundi stjórnar Persónuverndar hinn 19. febrúar síðastliðinn var fjallað um erindi Landspítala Háskólasjúkrahúss um aðgang læknanema að rafrænum sjúkraskrám.

Á fundi stjórnar Persónuverndar hinn 19. febrúar síðastliðinn var fjallað um erindi Landspítala Háskólasjúkrahúss um aðgang læknanema að rafrænum sjúkraskrám, en sjúkrahúsið hafði upplýst Persónuvernd um að til stæði að veita læknanemum sem stunda nám við HÍ á 3., 4., 5. og 6. ári sömu heimildir til aðgangs að sjúkraskrám og læknar spítalans hafa.

Það var niðurstaða stjórnar að í lögum væri ekki að finna nægilega skýrar heimildir fyrir sjálfstæðum aðgangi læknanema að sjúkraskrám. Því var ákveðið að senda heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ábendingu um að slíkar reglur skorti.

Bréf Persónuverndar til Landspítala Háskólasjúkrahúss.

Bréf Persónuvernd til heilbrigðisráðherra.




Var efnið hjálplegt? Nei