Ýmis bréf: 2005

Fyrirsagnalisti

Afrit af gögnum hjá tryggingafélagi

Persónuvernd barst fyrirspurn varðandi rétt vátryggingartaka til afrita af gögnum sem tryggingafélag safnar um hann og hvort persónuupplýsingar geti talist vera eign trygggingafélags af þeirri ástæðu að félagið greiddi fyrir þær.

Rafrænt fingrafarakerfi

Persónuvernd barst beiðni um heimild til þess að fá að nota rafrænt greiðslukerfi þar sem fingrafar nemenda er skannað inn til að fá heimild fyrir matargjöf í grunnskólamötuneytum.  

Kröfur tilskipunar um persónuvernd í fjarskiptum

Persónuvernd barst fyrirspurn um hvort íslensk lög fullnægi skilyrðum tilskipunar 2002/58/EB um einkalífsvernd í fjarskiptum

Upplýsingaréttur sveitarstjórnarmanna

Persónuvernd barst fyrirspurn varðandi lögmæti þess að afhenda sveitarstjórnarmönnum samantekt sundurliðaðra launaupplýsinga og upplýsinga um greiðslur vegna aksturskostnaðar til starfsmanna og nefndarfulltrúa sveitarfélagsins.

Kennitölur á inneignarnótum

Persónuvernd barst kvörtun frá einstaklingi sem hafði þurft að gefa upp kennitölu til að fá útgefna inneignarnótu í verslun.

Upplýsingaöflun Hagstofunnar

Persónuvernd barst fyrirspurn um heimildir Hagstofunnar til að afla sér upplýsinga úr skattgögnum og Landskrá fasteigna.

Dagbækur grunnskólabarna

Persónuvernd barst fyrirspurn um hvort heimilt væri, við færslur í dagbækur nemenda, að nafngreina fleiri en þann tiltekna nemanda sem dagbókin tilheyrir.

Öflun kennitölu í staðgreiðsluviðskiptum

Svarbréf Persónuverndar vegna erindis er laut að notkun kennitölu í staðgreiðsluviðskiptum.
Síða 2 af 2


Var efnið hjálplegt? Nei