Umsagnir

Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga og réttarstöðu þeirra

7.3.2008

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á tilteknum ákvæðum útlendingalaga nr. 96/2002, er fjalla um skilyrði dvalarleyfis, dvalarleyfi fyrir aðstandendur og búsetuleyfi. Þá eru lagðar til breytingar á tilteknum ákvæðum laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga.

Ekki verður séð að frumvarpið feli í sér breytingu á gildandi reglum um meðferð persónuupplýsinga í tengslum við umsýslu mála er varða dvalar-, búsetu- og atvinnuleyfi. Persónuvernd gerir því ekki efnislegar athugasemdir við efni þess.




Var efnið hjálplegt? Nei