Umsagnir

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna o.fl.

4.3.2007

Hinn 4. mars sl. veitti Persónuvernd sjávarútvegsnefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna o.fl.

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna ofl.

Persónuvernd vísar til bréfs sjávarútvegsnefndar Alþingis, dags. 27. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar stofnunarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 13/1998, um Verðalagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna ofl. (þskj. 962, 644. mál, 133. löggjafarþing).

Í 1. gr. frumvarpsins er lagt til að 4. mgr. 5. gr. laga nr. 13/1998 muni verða svohljóðandi:

„Við upplýsinga- og gagnaöflun samkvæmt þessari grein skal gæta meðalhófsreglu og að kröfur um upplýsingar og gögn séu í samræmi við tilefni. Upplýsingar og gögn má einungis nýta vegna úrskurðar í einstökum málum, almennum tilgangi skv. 3. gr. eða til að undirbúa ákvarðanir sem Verðlagsstofa skiptaverðs tekur samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 15. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða".

Samkvæmt núgildandi lögum nr. 13/1998 er ákvæði 4. mgr. 5. gr. efnislega samhljóða 1. gr. frumvarpsins, að því undanskildu að ekki kemur fram að upplýsingar og gögn megi nýta til að undirbúa ákvarðanir sem Verðlagsstofa skiptaverðs tekur samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Er nýmæli ákvæðisins því fólgið í því að upplýsingar og gögn má nú einnig nota í þeim tilgangi að undirbúa ákvarðanir sem Verðlagsstofa skiptaverðs tekur skv. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 116/2006.

Persónuvernd hefur nú skoðað frumvarpið út frá sjónarmiðum laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og gerir stofnunin ekki athugasemdir við ákvæði þess




Var efnið hjálplegt? Nei