Umsagnir

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum

22.11.2006

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum nr. 50/1996

Persónuvernd vísar til bréfs allsherjarnefndar, dags. 21. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar Persónuverndar um frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum, 296. mál., endurnot opinberra upplýsinga, EES-reglur (þskj. 309 á 133. löggjafarþingi.)

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að við upplýsingalög bætist nýr kafli um endurnot opinberra upplýsinga. Með því verða leiddar í lög samræmdar lágmarksreglur tilskipunar nr. 2003/98/EB.

Frumvarpið felur ekki í sér breytingu á gildandi reglum um aðgang að persónuupplýsingum hjá opinberum aðilum. Þá er tekið sérstaklega fram í c-lið 5. gr. frumvarpsins að endurnot upplýsinganna megi ekki brjóta í bága við lög, þ. m. t. ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í ljósi þessa gerir Persónuvernd ekki athugasemdir við frumvarpið.




Var efnið hjálplegt? Nei