Úrlausnir

Eyðublöð fjármálastofnana fyrir stofnun bankareikninga

26.8.2009

Persónuvernd hefur beint tilmælum til FME og fjármálafyrirtækja varðandi upplýsingavinnslu um þá sem stofna bankareikninga á Netinu

Lokið er máli vegna kvartana yfir eyðublaði sem fylla þarf út við stofnun reikninga hjá S24 á Netinu. Persónuvernd beindi því til Fjármálaeftirlitsins að breyta tilmælum nr. 2/2008 og gera skýrara að þar sé um leiðbeiningar að ræða en ekki skuldbindandi reglur. Persónuvernd beindi einnig tilmælum til S24 um að breyta eyðublaðinu svo það samrýmist betur ákvæðum laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Bréf Persónuverndar til FME.

Bréf Persónuverndar til S24.Var efnið hjálplegt? Nei