Úrlausnir

Lengri varðveislutími upplýsinga um lyfjasölu

22.5.2008

Á fundi stjórnar Persónuverndar 19. maí 2008 var ákveðið að heimila lyfjabúðum að varðveita í 24 mánuði rafrænar upplýsingar um lyfseðla.

Á fundi stjórnar Persónuverndar 19. maí 2008 var ákveðið að heimila lyfjabúðum að varðveita í 24 mánuði rafrænar upplýsingar um lyfseðla. Áður hafði verið miðað við 12 mánuði. Sá tími þótti hins vegar of skammur þar sem í lyfjagagnagrunni landlæknis er ekki að finna allar lögboðnar upplýsingar um lyfjaverð. Þótti þetta nauðsynlegt til að tryggja að sjúklingar geti fengið réttar endurgreiðslur frá Tryggingastofnun af lyfjakostnaði.

Ákvörðun Persónuverndar.

 




Var efnið hjálplegt? Nei