Úrlausnir

Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli óheimilt að miðla persónuupplýsingum úr lögregluskýrslu

20.6.2006

Persónuvernd barst kvörtun yfir því að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hafi látið vinnuveitanda kvartanda, Icelandair, í té umbeðið afrit af lögregluskýrslu um atvik þar sem hann kom við sögu.

Persónuvernd barst kvörtun yfir því að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hafi látið vinnuveitanda kvartanda, Icelandair, í té umbeðið afrit af lögregluskýrslu um atvik þar sem hann kom við sögu.

Miðlun slíkra persónuupplýsinga til einkaaðila er því aðeins heimil að hún byggist á samþykki hins skráða, lagaheimild, heimild Persónuverndar eða sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlega og aðsteðjandi hættu. Persónuvernd taldi ekkert liggja fyrir um að einhverju þessara skilyrða hafi verið fullnægt í því tilviki sem um ræddi og komst því að þeirri niðurstöðu að ekki yrði séð að sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli hefði að gildandi lögum haft heimild til þess að afhenda Icelandair afrit af lögregluskýrslu sem varðaði kvartanda.

Úrskurðurinn er birtur hér.




Var efnið hjálplegt? Nei