Úrlausnir

Eftirlitsmyndavélar í ÁTVR

18.12.2001

Persónuvernd barst umsókn ÁTVR um heimild til að vinna með þær persónuupplýsingar sem til verða í öryggismyndavélakerfi sem fyrirhugað var að setja upp í verslunum fyrirtækisins.

Persónuvernd barst umsókn ÁTVR um heimild til að vinna með þær persónuupplýsingar sem til verða í öryggismyndavélakerfi sem fyrirhugað var að setja upp í verslunum fyrirtækisins. Tilgangur kerfisins og þar með vinnslunnar væri tvíþættur, annars vegar að nota myndir úr kerfinu í tengslum við opinbera málsmeðferð til að sanna þjófnað og hins vegar að safna upplýsingum um þjófa, þ.e. að framkalla myndir af gerendum og sýna þær starfsfólki svo það gæti haft varann á sér gagnvart þeim þegar þeir kæmu í verslanirnar.

Persónuvernd taldi ekki verða með óyggjandi hætti á það fallist brýnir almannahagsmunir teldust mæli með því að ÁTVR fái heimild til innanhússdreifingar þeirra viðkvæmu persónuupplýsingum sem til verða í eftirlitsmyndavélum í verslunum þeirra með þeim hætti sem farið er fram á.

Hins vegar taldi Persónuvernd eðlilegt í ljósi almannaöryggis og hagsmuna ríkisins af nauðsynlegri refsivörslu að ÁTVR væri heimilt, í tengslum við framkvæmd rafrænnar vöktunar, að safna efni sem verður til við vöktunina, s.s. hljóð- og myndefni er ber með sér viðkvæmar persónuupplýsingar, enda verði tafarlaust farið yfir það efni sem til verður, það myndefni sem inniheldur upplýsingar um slys eða refsiverðan verknað verði þegar í stað afhent lögreglu og ekki unnið frekar og þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Öðru myndefni en sem því sem inniheldur upplýsingar um slys eða refsiverða verknaði skal eytt að skoðun lokinni.

Niðurstaða Persónuverndar er birt í heild sinni hér.

Var efnið hjálplegt? Nei