Úrlausnir

Golfkort

30.1.2001

Tölvunefnd bárust ábendingar um að félagsmönnum í golfklúbbum hérlendis hefðu verið send sérstök kreditkort, svokölluð golfkort, sem gefin voru út af Íslandsbanka-FBA hf. í samvinnu við Golfsamband Íslands og Samvinnuferðir Landsýn hf.
Tölvunefnd bárust ábendingar um að félagsmönnum í golfklúbbum hérlendis hefðu verið send sérstök kreditkort, svokölluð golfkort, sem gefin voru út af Íslandsbanka-FBA hf. í samvinnu við Golfsamband Íslands og Samvinnuferðir Landsýn hf. Umræddar ábendingar lutu einkum að því að við gerð kortanna hefðu án heimildar verið notaðar persónuupplýsingar og skrár sem stofnað hefði verið til í öðrum tilgangi og á grundvelli heimilda sem ekki tækju til slíkrar vinnslu persónuupplýsinga.
Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Reiknistofu bankanna og Íslandsbanka-FBA hf. hefði verið óheimilt án samþykkis hlutaðeigandi einstaklinga að nota persónuupplýsingar um þá í þeim tilgangi að gefa út sérstök greiðslukort.
Úrskurðurinn er birtur hér.


Var efnið hjálplegt? Nei