Úrlausnir

Upplýsingamiðlun frá Landsbankanum til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna

11.1.2002

Persónuvernd barst kvörtun vegna upplýsingamiðlunar á milli Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og Landsbanka Íslands.

Persónuvernd barst kvörtun vegna upplýsingamiðlunar á milli Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og Landsbanka Íslands.

Kvartandi hafði leitað til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og í framhaldinu hafði ráðgjafi aflað upplýsinga um eignir og skuldir hans hjá Landsbanka Íslands.

Persónuvernd taldi Ráðgjafarstofu hafa verið óheimilt að krefja banka, sparisjóði eða aðrar lánastofnanir um upplýsingar um bankayfirlit nema fyrir lægi ótvírætt skriflegt samþykki viðkomandi, þar sem tilgreint væri hvaða upplýsingar hann samþykki að aflað verði, frá hverjum og fyrir hvaða tímabil, og að Landsbankanum hafi verið var óheimilt að miðla upplýsingum um fjárhagsstöðu kvartanda til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.

Úrskurðurinn er birtur hér.





Var efnið hjálplegt? Nei