Úrlausnir

Öryggi við meðferð lífsýna á Rannsóknastofu í meinafræði og á lífsýnasafni LSH

4.12.2003

Persónuvernd hefur lokið úttekt á vinnslu persónuupplýsinga hjá Rannsóknastofu í meinafræði.

Persónuvernd hefur lokið úttekt á vinnslu persónuupplýsinga hjá Rannsóknastofu í meinafræði, áður Rannsóknastöð Háskólans í meinafræði, og lífsýnasafni Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH).

Niðurstaðan er birt hér, þó þannig að vegna öryggissjónarmiða hafa nöfn einstakra bygginga og einstaklinga verið tekin út og bókstafir settir í þeirra stað. Til skýringar skal þess og getið að í fylgiskjölum kemur fram að LSH hefur sett verklagsreglur um hvernig bregðast á við annmörkum í upplýsingakerfinu Meina. Þá skal og tekið fram að samkvæmt athugasemdum Upplýsingatæknisviðs LSH (sbr. fskj.) hafa verið gerðir trúnaðarsamningar við þá verktaka sem sjá um þrif í starfsstöðvum LSH og starfsmenn verið látnir undirrita trúnaðarheit.

Var efnið hjálplegt? Nei