Úrlausnir

Meðferð myndefnis úr eftirlitsmyndavél í sundlaug

19.2.2004

Persónuvernd barst kvörtun þess efnis öryggismyndavél við Sundlaug Bolungarvíkur hefði, án þeirra vitundar, náð á myndband "ástarleik" þeirra í heitum potti með stúlku úr bænum. Hefði myndbandið síðan borið fyrir augu ótilgreinds fjölda fólks í bænum

Persónuvernd barst kvörtun þess efnis öryggismyndavél við Sundlaug Bolungarvíkur hefði, án þeirra vitundar, náð á myndband "ástarleik" þeirra í heitum potti með stúlku úr bænum. Hefði myndbandið síðan borið fyrir augu ótilgreinds fjölda fólks í bænum.

Óumdeilt var að sú rafræna vöktun sem fram fór hjá Sundlaug Bolungarvíkur færi fram í öryggis- og eignarvörsluskyni og ætti sér þannig málefnalegan tilgang. Hins vegar varð ekki séð að miðlun myndefnisins til annarra aðila gæti talist samrýmanleg almennum viðhorfum um það hvað teldist vera sanngjörn notkun persónuupplýsinga né yrði komið auga á að hún hafi þjónað málefnalegum tilgangi,

Miðlun mynda af kynlífsathöfnum, sem teknar voru á myndband með eftirlitsmyndavélum Sundlaugar Bolungarvíkur, til óviðkomandi aðila, var því talin ólögleg.

 

Úrskurður Persónuverndar.



Var efnið hjálplegt? Nei