Úrlausnir

Öryggi persónuupplýsinga hjá Umferðarstofu

12.10.2004

Persónuvernd hefur lokið úttekt á öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hjá Umferðarstofu.

Persónuvernd hefur lokið úttekt á öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hjá Umferðarstofu. Tilefni ákvörðunar um framkvæmd úttektarinnar var m.a. það að Persónuvernd hafði til afgreiðslu nokkur mál varðandi vinnslu persónuupplýsinga á vegum Umferðarstofu, einkum starfrækslu slysaskrár, ökuprófaskrár og ökutækjaskrár. Þar sem ekki þótti unnt að tryggja samræmi við afgreiðslu þessara mála nema öðlast yfirsýn yfir vinnslu persónuupplýsinga á vegum Umferðarstofu var ákveðið að framkvæma slíka úttekt og ljúka umræddum málum efnislega í formi ákvörðunar um niðurstöðu úttektarinnar.

Niðurstaða Persónuverndar er að öryggi persónuupplýsinga í ökutækjaskrá og ökuprófaskrá sé í góðu lagi, en að bæta megi að nokkru úr þeim skriflegu gögnum sem liggja til grundvallar öryggiskerfi Umferðarstofu.

Niðurstaðan er birt hér.

Var efnið hjálplegt? Nei