Úrlausnir

Upplýsingar um fyrrverandi maka í Íslendingabók

18. apríl

18.4.2005

Persónuvernd barst kvörtun yfir því að á vefnum „Íslendingabók“ væru upplýsingar um fyrrverandi eiginkonu hans. Þar sem þau hafi aldrei átt börn saman geti slíkt ekki talist til ættfræðiupplýsinga heldur upplýsinga um hans einkamálefni. Fram kom að kvartandi hafði þegar leitað til ábyrgðaraðila Íslendingabókar án árangurs.

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að skrá og birta í Íslendingabók upplýsingar um fyrrverandi maka kvartanda, gegn andmælum kvartanda. Var einkum litið til þess að ekkert kom fram um að ábyrgðaraðili hefði slíka hagsmuni af birtingu upplýsinga um nafn fyrrverandi maka kvartanda að þeir gengju framar hagsmunum kvartanda.

Niðurstaðan byggði m.a. á þeim yfirlýsta tilgangi sem býr að baki rekstri og vinnslu Íslendingabókar, þ.e. að hún nýtist í þágu ættfræðirannsókna, en kvartandi og fyrrverandi maki hans eiga engin börn saman.

Úrskurðurinn er birtur hér.





Var efnið hjálplegt? Nei