Úrlausnir

Niðurstöður úttekta hjá tryggingafélögum

16. ágúst

16.8.2005

Niðurstaða Persónuverndar um öryggi vinnslu hjá tryggingafélögum.

Niðurstaða Persónuverndar um öryggi vinnslu hjá tryggingafélögum.

Úttektirnar leiddu í ljós að öryggi er að mestu leyti í lagi. Þá komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga, sem aflað er frá umsækjendum um líf-, slysa- og sjúkdómatryggingar uppfyllir skilyrði 7.-9. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga að öðru leyti en því að:

a)Öflun upplýsinga frá þriðja aðila, um mann sem sækir um líf- og sjúkdómatryggingu, er óheimil nema fyrir liggi skriflegt, upplýst samþykki hans og honum hafi verið veitt fræðsla í samræmi við ákvæði 21. gr. laga nr. 77/2000.

b) Öflun upplýsinga um arfgenga sjúkdóma foreldra og systkina umsækjenda er óheimil.

Þeim tilmælum var beint til tryggingafélaganna að gera nauðsynlegar breytingar til samræmis við niðurstöðuna fyrir 1. janúar 2006

Úttektarniðurstöðurnar eru birtar hér: 1, 2 og 3





Var efnið hjálplegt? Nei