Úrlausnir

Miðlun skólastjórnenda á upplýsingum um nemendur með sérþarfir

13. september

13.9.2005

Persónuvernd barst athugasemd símleiðis frá móður barns sem hafði verið boðin þátttaka í rannsókn um frammistöðu íslenskra barna sem njóta sérúrræða í skóla. Var hún ósátt við að upplýsingar um nöfn og símanúmer fyrirhugaðra þátttakenda hefðu borist rannsakendum án þess að samþykki foreldra hefði legið fyrir.


Persónuvernd barst athugasemd símleiðis frá móður barns sem hafði verið boðin þátttaka í rannsókn um frammistöðu íslenskra barna sem njóta sérúrræða í skóla. Var hún ósátt við að upplýsingar um nöfn og símanúmer fyrirhugaðra þátttakenda hefðu borist rannsakendum án þess að samþykki foreldra hefði legið fyrir.

Við eftirgrennslan Persónuverndar kom í ljós að úrtak rannsóknarinnar hafði verið fengið úr fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og höfðu stjórnendur fjögurra skólanna miðlað upplýsingum um nöfn barnanna, nöfn foreldra og símanúmer til rannsakenda án þess að leita áður eftir samþykki foreldranna.

Í niðurstöðu Persónuverndar kom fram að upplýsingar um börn sem njóta sérúrræða í skóla teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga í skilningi laga nr. 77/2000 og að miðlun slíkra persónuupplýsinga verði að uppfylla hin sérstöku skilyrði 1. mgr. 9. gr. laganna. Persónuvernd rakti því næst þau skilyrði ákvæðisins sem helst kæmu til greina við umrædda miðlun. Rannsókn Persónuverndar leiddi í ljós að ekkert samþykki foreldra hafði legið fyrir áður en upplýsingunum var miðlað til rannsakenda, einnig var ekki talið að tiltekið ákvæði í grunnskólalögum gæti heimilað umrædda miðlun. Að síðustu var fjallað um hvort miðlun umræddra upplýsinga, án samþykkis foreldranna, hefði verið heimil á grundvelli nauðsynjar í þágu vísindarannsóknar. Niðurstaða Persónuverndar var hins vegar sú að slík nauðsyn hafi ekki verið fyrir hendi og hagsmunir nemenda af því að halda upplýsingunum leyndum skyldu því vega þyngra.

Stjórn Persónuverndar taldi þar af leiðandi miðlun skólanna fjögurra á upplýsingum um nöfn nemenda með sérþarfir, nöfn foreldra þeirra og símanúmer óheimila án samþykkis.

Álitið má sjá hér.

Var efnið hjálplegt? Nei