Úrlausnir

Uppfletting í vanskilaskrá Lánstrausts

13. september

13.9.2005

Persónuvernd hefur úrskurðað um lögmæti þess að fletta sambýliskonu lánsumsækjanda upp í vanskilaskrá Lánstrauts.

A kvartaði til Persónuverndar vegna þess að tiltekin fjármálastofnun (B) hafði flett henni upp í vanskilaskrá Lánstrausts hf. Í kvörtuninni kom fram að sambýlismaður A hafði sótt um lán hjá B en var hafnað á grundvelli fjárhagsupplýsinga um A. Fyrir lá hins vegar að A var ekki að sækja um lán hjá B, gekkst ekki í ábyrgð fyrir skuld sambýlismannsins né átti hlutdeild í þeirri húseign sem stóð til fullnustu skuldbindingarinnar. A hafði ekki heldur veitt sérstakt samþykki fyrir öflun B á upplýsingum úr vanskilaskrá.

Þegar leitað var eftir skýringum af hálfu B kom fram að um mistök hefði verið að ræða og að upplýsingum um A hefði verið flett upp í vanskilaskrá án þess að fyrir lægi lánsumsókn hennar hjá bankanum.Kvartandi sætti sig ekki við þessar skýringar og óskaði eftir niðurstöðu Persónuverndar í málinu.

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að uppfletting B á upplýsingum um kvartanda í vanskilaskrá hefði verið ólögmæt enda hefði hvorki samþykki kvartanda legið fyrir né verið B nauðsynleg til að geta gætt lögmætra hagsmuna sinna.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

Var efnið hjálplegt? Nei