Úrlausnir

Rafræn vöktun á veitingastað

20. júní

20.6.2006

Stéttarfélag kvartaði yfir rafrænni vöktun á veitingastað fyrir hönd starfsmanns sem hafði verið sagt upp störfum eftir að tiltekin brot hans í starfi höfðu verið leidd í ljós við skoðun á myndbandsupptökum.

Stéttarfélag kvartaði yfir rafrænni vöktun á veitingastað fyrir hönd starfsmanns sem hafði verið sagt upp störfum eftir að tiltekin brot hans í starfi höfðu verið leidd í ljós við skoðun á myndbandsupptökum.

Vöktunin fór fram í öryggis- og eignavörsluskyni og í því skyni "að hafa eðlilegt eftirlit með störfum starfsmanna." Persónuvernd taldi vöktunina og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við hana heimila, enda færi hún fram á veitingastað þar sem verður að fullnægja margvíslegum kröfum um hollustuhætti.

Hins vegar taldi Persónuvernd að brotið hefði verið gegn reglum um rafræna vöktun að því leyti að starfsfólk var ekki aðvarað um vöktunina, ekki voru settar um hana reglur, og starfsfólk hlaut ekki nauðsynlega fræðslu.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.



Var efnið hjálplegt? Nei