Úrlausnir

Synjun um leyfi til að nota gögn úr gamalli rannsókn

26.9.2012

Persónuvernd hefur hafnað umsókn A um leyfi til að nýta sér gagnagrunn sem varð til við eldri rannsókn, sem hafði hlotið leyfi Persónuverndar árið 2006. Í leyfi vegna hennar hafði verið skilyrði um að gögn skyldu gerð ópersónugreinanleg eigi síðar en í febrúar 2008. Það hafði ekki verið gert né verið gerður reki að því að tryggja lögmæti varðveislunnar. Því voru ekki forsendur til þess að líta svo á að um lögmætan gagnagrunn væri að ræða. Var því ekki unnt að veita umbeðið leyfi og var leyfisumsókn A synjað.
Persónuvernd hefur hafnað umsókn A um leyfi til að nýta sér gagnagrunn sem varð til við eldri rannsókn, sem hafði hlotið leyfi Persónuverndar árið 2006. Í leyfi vegna hennar hafði verið skilyrði um að gögn skyldu gerð ópersónugreinanleg eigi síðar en í febrúar 2008. Það hafði hvorkii verið gert né verið gerður reki að því að tryggja lögmæti varðveislunnar. Því voru ekki forsendur til þess að líta svo á að um lögmætan gagnagrunn væri að ræða . Því var ekki unnt að veita umbeðið leyfi og var leyfisumsókn A þ.a.l. synjað.

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2012/660, dags. 11. september 2012.


Var efnið hjálplegt? Nei