Úrlausnir

Synjað leyfis til aðgangs að upplýsingakerfi LSH

26.9.2012

Persónuvernd barst umsókn A um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám LSH vegna upplýsingaverkefnis sem ber heitið R. Ekki var um að ræða ósk um gögn vegna afmarkaðrar rannnsóknar, heldur um að mega fá persónuupplýsingar úr sjúkraskrám allra sem hefðu komið eða myndu koma til A á tímabilinu 1967-2017. Þess var óskað að fá upplýsingar um hjartaáföll, heilaáföll, hjartabilun og beinbrot meðal þeirra. LSH sá sér ekki fært að heimila svo víðtækan aðgang að sjúkraskrám því einungis væri unnt að veita aðgang að sjúkraskrám, sem tengdust afmörkuðum klínískum rannsóknum. Þegar af þeirri ástæðu voru ekki forsendur til þess að Persónuvernd tæki afstöðu til erindis A og var leyfisumsókn hans því synjað.
Persónuvernd barst umsókn A um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám LSH vegna upplýsingaverkefnis sem ber heitið R. Ekki var um að ræða ósk um gögn vegna afmarkaðrar rannsóknar, heldur um að mega fá persónuupplýsingar úr sjúkraskrám allra sem hefðu þegar komið, eða myndu koma, til A á tímabilinu 1967-2017. Þess var óskað að mega fá upplýsingar um hjartaáföll, heilaáföll, hjartabilun og beinbrot meðal þeirra. LSH sá sér ekki fært að heimila svo víðtækan aðgang að sjúkraskrám því einungis væri unnt að veita aðgang að sjúkraskrám, sem tengdust afmörkuðum klínískum rannsóknum. Þegar af þeirri ástæðu voru ekki forsendur til þess að Persónuvernd tæki afstöðu til erindis A og var leyfisumsókn hans því synjað.

Bréf Persónuverndar í máli 2012/990, dags. 13. september 2012.


Var efnið hjálplegt? Nei