Úrlausnir

Synjað leyfis til aðgangs að upplýsingakerfi LSH - mál nr. 2012/990

26.9.2012



Dags. 13. september 2012




Þann 3. þ.m. barst Persónuvernd umsókn yðar um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna upplýsingaverkefnis sem ber heitið [R]. Erindið varðar öflun persónuupplýsinga úr sjúkraskrám allra þátttakenda í [R] hjá A á tímabilinu 1967-2017, þ.e. varðandi hjartaáföll, heilaáföll, hjartabilun og beinbrot.

Persónuvernd hefur borist afrit af bréfi LSH til yðar, dags. 22. ágúst 2012. Þar segir m.a. eftirfarandi:

„Framkvæmdastjóri lækninga sér sér ekki fært að heimila svo víðtækan aðgang að sjúkraskrám Landspítala háskólasjúkrahúss, sem um er rætt í bréfinu þínu [til framkvæmdastjóra lækninga, dags. 16. ágúst 2012]. Einungis er unnt að veita aðgang að sjúkraskrám, sem tengjast afmörkuðum klínískum rannsóknum, sem hlotið hafa sérstaka heimild viðeigandi siðanefndar og Persónuverndar. Framkvæmdastjóri lækninga mun, að öllu jöfnu bregðast jákvætt við umsóknum um slík samstarfsverkefni [A] og LSH hér eftir sem hingað til.“

Með vísun til framangreinds eru að mati Persónuverndar ekki forsendur, sbr. 34. gr. laga nr. 77/2000, til að þess að stofnunin setji skilmála um framangreint með útgáfu umbeðins leyfis. Er því ekki unnt að gefa það út og verður því að hafna umsókn yðar.

Það tilkynnist hér með.



Var efnið hjálplegt? Nei