Úrlausnir

Miðlun mynda úr eftirlitsmyndavélum talin óheimil

21.12.2010

Úrskurðað hefur verið í tveimur málum um miðlun mynda af meintum búðaþjófum. Annað er um miðlun Haga hf. á slíkum myndum en hitt um miðlun Norvíkur hf.

Í þessum úrskurðum kemur m.a. fram að aðilum er heimilt að verja hendur sínar með því að viðhafa almennt eftirlit í þágu öryggis og eignavörslu, s.s. með notkun eftirlitsmyndavéla. Þeir geta eftir því sem þörf krefur miðlað upplýsingum sem þannig fást um refsivert afhæfi, slys o.þ.h. til lögreglu. Segir að uppljóstran sakamála og refsivarsla sé á hendi lögreglu og það sé ekki á valdi einstakra hlutafélaga að taka það hlutverk að sér. Í báðum málunum var miðlun myndanna talin hafa verið félögunum óheimil.

Úrskurður í máli nr. 2010/452 vegna vinnslu Haga hf.

Úrskurður í máli nr. 2010/637 vegna vinnslu Norvíkur hf.Var efnið hjálplegt? Nei