Úrlausnir

Kvörtun yfir myndum Bílastæðasjóðs af stöðubroti

21.9.2010

Tekin hefur verið ákvörðun vegna kvörtunar manns yfir ljósmyndum sem starfsmaður Bílastæðasjóðs Reykjavíkur tók af bifreið til að sanna stöðubrot.

Tekin hefur verið ákvörðun vegna kvörtunar manns yfir ljósmyndum sem starfsmaður Bílastæðasjóðs Reykjavíkur tók af bifreið til að sanna stöðubrot. Hann taldi myndirnar hafa að geyma rangar og villandi persónuupplýsingar. Með kvörtun hans fylgdu tvær ljósmyndir af kyrrstæðri bifreið. Hún var að nokkru uppi á gangstétt en hurð bílstjóramegin var opin. Litið var til ákvæða umferðarlaga um stöðubrot, en samkvæmt erindi kvartanda virtist hann telja skipta máli hvort hann var í bílnum eða ekki.

Ekki var talið að myndirnar bæru með sér rangar eða villandi upplýsingar, í skilningi persónuverndarlaga, sem sjóðinum bæri að eyða. Kvartanda var þó bent á að hann gæti óskað þess við Bílastæðasjóð að aukið yrði við þær upplýsingar sem fylgdu myndunum, þannig að fram kæmi að kvartandi hafi verið inni í bílnum, þegar starfsmaður sjóðsins kom að honum - enda gæti það haft áhrif á hagsmuni kvartanda.

Úrskurður Persónuverndar.




Var efnið hjálplegt? Nei